Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. janúar 2025 20:02 Fjögur af fimm dýrustu eignum ársins 2024 eru staðsett í Garðabæ. Páll Heiðar Pálsson fasteignasali tók saman fimm dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2024. Ódýrasta eignin af þeim seldist á 395 milljónir á meðan sú dýrasta seldist á 850 milljónir. Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar sérbýli staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar af þessum fimm eignum eru í Garðabæ og ein í Reykjavík. „Það er einmitt áhugavert að sjá ákveðin kynslóðaskipti þar sem margir af þeim sem byggðu sér hús á sínum tíma eru að minnka við sig og nýjar kynslóðir af efnuðum, yngri íslendingum eru að kaupa þessar eignir. Á listanum fyrir ári síðan var aðeins eitt hús í Garðabæ og flestar af hinum eignunum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll og nefnir að Garðabær, sérstaklega Akrahverfið, hafi verið með dýrustu hverfum landsins alla tíð. Páll Pálsson er fasteignasali tók saman lista með fimm dýrustu eignunum sem seldust árið 2024 miðað við þinglýsta kaupsamninga.Vísir/Vilhelm Grindavík ástæða fyrir aukinni sölu Páll segir fasteignaverð hafi hækkað töluvert milli ára, mest á stærri sérbýlum. „Það var um 8,5 prósent hækkun á fasteignaverði heilt yfir en sérbýli hækkuðu töluvert meira, eða um tíu prósent milli ára. Mesta hækkunin átti sér stað á fyrstu sex mánuðum ársins, en meðal fermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 684 þúsund, en 767 þúsund á eignum í fjölbýli,“ segir Páll. „Það var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en á árinu 2023, Markaðurinn árið 2024 var í raun tvískiptur þar sem var það var töluvert meiri sala á eignum fyrri hluta árs, frá janúar til 1. júlí. Ástæðan fyrir því er að það kom gríðarlega mikið af nýjum kaupendum inn á markaðinn sökum eldsumbrota í Grindavík og heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað húsnæði á frekar stuttum tíma,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá fimm dýrustu eignirnar sem seldust á árinu 2024. Mávanes 17 Dýrasta eignin sem seldist á árinu var 760 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Mávanes 17 á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið seldist á 850 milljónir króna. Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið snýr að sjónum í suðurátt og er með stórbortið útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum. Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir keyptu húsið af sjónvarpskonunni og eiganda Skot Production, Ingu Lind Karlsdóttur í marsmánuði. Ljósmynd/ Nanne Springer Vesturbrún 22 Næst dýrast eignin sem seldist á síðasta ári var einbýlishús við Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið seldist á 540 milljónir. Eignin 527 fermetrar að stærð og þykir með glæsilegri húsum í Reykjavík. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi húsið til sendiráð Japans í marsmánuði, en Björgólfur og eiginkona hans heitin, Þóra Hallgrímsdóttir keyptu húsið árið 1994. Vísir/Arnar Votakur 1 Þar á eftir kemur reisulegt einbýlishús við Votakur 1 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið seldist á 430 milljónir. Um er að ræða 500 fermetra hús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2014, teiknað og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Húsið er búið öllum nútíma þægindum og má þar nefna, líkamsræktarherbergi, vínherbergi, heitum potti, gufu og bíóherbergi. Kornakur 8 Við Kornakur 8 í Arkahverfinu í Garðabæ stendur 535 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2007. Baldur H. Svavarsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönunina. Eignin var seld á 410 milljónir í febrúarmánuði, en það voru þau Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður og Sturla B. Johnsen heimilislæknir sem keyptu húsið. Hjálmakur 6 Ódýrasta eignin af þessum fimm glæsihúsum er glæsilegt einbýlishús við Hjálmakur 6 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið er 293 fermetrar á tveimur hæðum, byggt árið 2006, en það seldist á 395 milljónir. Eigandi hússins er Óttar Þórarinsson. Fasteignamarkaður Garðabær Reykjavík Fréttir ársins 2024 Hús og heimili Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Sjá meira
Eignirnar eiga það sameiginlegt að vera allar sérbýli staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Fjórar af þessum fimm eignum eru í Garðabæ og ein í Reykjavík. „Það er einmitt áhugavert að sjá ákveðin kynslóðaskipti þar sem margir af þeim sem byggðu sér hús á sínum tíma eru að minnka við sig og nýjar kynslóðir af efnuðum, yngri íslendingum eru að kaupa þessar eignir. Á listanum fyrir ári síðan var aðeins eitt hús í Garðabæ og flestar af hinum eignunum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll og nefnir að Garðabær, sérstaklega Akrahverfið, hafi verið með dýrustu hverfum landsins alla tíð. Páll Pálsson er fasteignasali tók saman lista með fimm dýrustu eignunum sem seldust árið 2024 miðað við þinglýsta kaupsamninga.Vísir/Vilhelm Grindavík ástæða fyrir aukinni sölu Páll segir fasteignaverð hafi hækkað töluvert milli ára, mest á stærri sérbýlum. „Það var um 8,5 prósent hækkun á fasteignaverði heilt yfir en sérbýli hækkuðu töluvert meira, eða um tíu prósent milli ára. Mesta hækkunin átti sér stað á fyrstu sex mánuðum ársins, en meðal fermetraverð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er í kringum 684 þúsund, en 767 þúsund á eignum í fjölbýli,“ segir Páll. „Það var um 44 prósent meiri sala á árinu 2024 en á árinu 2023, Markaðurinn árið 2024 var í raun tvískiptur þar sem var það var töluvert meiri sala á eignum fyrri hluta árs, frá janúar til 1. júlí. Ástæðan fyrir því er að það kom gríðarlega mikið af nýjum kaupendum inn á markaðinn sökum eldsumbrota í Grindavík og heilt bæjarfélag þurfti að finna sér annað húsnæði á frekar stuttum tíma,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá fimm dýrustu eignirnar sem seldust á árinu 2024. Mávanes 17 Dýrasta eignin sem seldist á árinu var 760 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum við Mávanes 17 á Arnarnesi í Garðabæ. Húsið seldist á 850 milljónir króna. Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið snýr að sjónum í suðurátt og er með stórbortið útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum. Hannes Hilmarsson, einn af eigendum flugfélagsins Atlanta, og eiginkona hans, Guðrún Þráinsdóttir keyptu húsið af sjónvarpskonunni og eiganda Skot Production, Ingu Lind Karlsdóttur í marsmánuði. Ljósmynd/ Nanne Springer Vesturbrún 22 Næst dýrast eignin sem seldist á síðasta ári var einbýlishús við Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið seldist á 540 milljónir. Eignin 527 fermetrar að stærð og þykir með glæsilegri húsum í Reykjavík. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi húsið til sendiráð Japans í marsmánuði, en Björgólfur og eiginkona hans heitin, Þóra Hallgrímsdóttir keyptu húsið árið 1994. Vísir/Arnar Votakur 1 Þar á eftir kemur reisulegt einbýlishús við Votakur 1 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið seldist á 430 milljónir. Um er að ræða 500 fermetra hús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2014, teiknað og hannað af Sigurði Hallgrímssyni arkitekt. Húsið er búið öllum nútíma þægindum og má þar nefna, líkamsræktarherbergi, vínherbergi, heitum potti, gufu og bíóherbergi. Kornakur 8 Við Kornakur 8 í Arkahverfinu í Garðabæ stendur 535 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2007. Baldur H. Svavarsson arkitekt teiknaði húsið og Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um innanhússhönunina. Eignin var seld á 410 milljónir í febrúarmánuði, en það voru þau Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður og Sturla B. Johnsen heimilislæknir sem keyptu húsið. Hjálmakur 6 Ódýrasta eignin af þessum fimm glæsihúsum er glæsilegt einbýlishús við Hjálmakur 6 í Akrahverfinu í Garðabæ. Húsið er 293 fermetrar á tveimur hæðum, byggt árið 2006, en það seldist á 395 milljónir. Eigandi hússins er Óttar Þórarinsson.
Fasteignamarkaður Garðabær Reykjavík Fréttir ársins 2024 Hús og heimili Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Fleiri fréttir Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Sjá meira