Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er dráttarbíll á leiðinni og er verið að reyna að vinna úr flækjunni en það ku ganga illa, samkvæmt Vegagerðinni. Þegar þetta er skrifað er búist við að bílarnir verði fjarlægðir upp úr átta í kvöld.
Hægt er að fylgjast með vendingum á vef Vegagerðarinnar.
Fréttastofu hefur borist myndir sem sýna fjölmarga bíða Reykjavíkurmegin við heiðina eftir því að komast yfir hana.
Þrengslunum var einnig lokað um tíma vegna fannfergis en voru opnuð aftur með fylgdarakstri. Nú skömmu fyrir átta, voru þau opnuð fyrir almenna umferð aftur.
Fréttin hefur verið uppfærð.