„Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 11:20 Bergrós Björnsdóttir var ekkert smá ánægð eins og sjá má á myndinni af henni með goðsögnunum Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. @bergrosbjornsdottir Fjórar íslenskar konur tóku þátt í liðakeppni Wodapalooza á dögunum, þrjár goðsagnir í greininni og ein stjarna framtíðarinnar. Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir CrossFit Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Íslensku dæturnar hafa komið Íslandi á CrossFit kortið síðustu áratugi og nú er það meðal annars á herðum ungrar stelpu frá Selfossi að halda uppi merki Íslands í íþróttinni á komandi árum. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru í fyrsta sinn saman í liði á Wodapalooza í Miami og nutu hverrar stundar. Það höfðu líka rosalega margir að sjá þær saman í liði eftir að hafa keppt svo oft á móti hverri annarri á stærstu sviðum CrossFit íþróttarinnar. Í keppninni í Miami keppti líka hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir. Bergrós er efnilegasta CrossFit kona Íslands og ein efnilegasta CrossFit kona heims. Hún keppti á mótinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“ og urðu þær í tólfta sæti eða fimm sætum ofar en lið íslensku goðsagnanna. Bergrós keppti þar við hlið Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle en þær hafa allar keppt á móti hverri annarri í unglingaflokki á heimsleikum síðustu ára. Bergrós klikkaði auðvitað ekki á því að taka mynd af sér með íslensku goðsögnum þremur og hefur nú birt myndina á samfélagsmiðlum sínum. „Þessa mynd þarf að ramma inn,“ segir Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru Sigmundsdóttur, í athugasemdum við myndina og það er hægt að taka undir það. Bergrós sjálf var líka ánægð enda er hún geislandi af gleði á myndinni. „Það var draumur að rætast hjá mér að fá að deila gólfinu með þessum þremur goðsögnum um síðustu helgi,“ skrifaði Bergrós og bætti við: „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“. Instagram færsla Bergrósar.@bergrosbjornsdottir
CrossFit Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum