Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 14:04 Frá fundinum á Hellu þar sem fólk spurði fjölmargra spurninga vegna verkefnisins og fékk svör til baka. Aðsend Landsvirkjun leitar nú logandi ljósi að gistingu fyrir starfsfólk sitt á Suðurlandi vegna mikilla framkvæmda á svæðinu næstu þrjú árin, ekki síst í kringum Búrfell og þar í kring. Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend
Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira