Íslenski boltinn

Guy Smit frá KR til Vestra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollenski markvörðurinn Guy Smit er á leið vestur til að spila með Ísarfjarðarliðinu.
Hollenski markvörðurinn Guy Smit er á leið vestur til að spila með Ísarfjarðarliðinu. Vestri - Knattspyrna

Hollenski markvörðurinn Guy Smit er genginn í raðir Vestra og mun verja mark félagsins í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Smit er 29 ára gamall og hefur leikið á Íslandi frá árinu 2021. Vestri verður fimmta íslenska félagið hans á þessum fimm árum.

Smit lék fyrst með Leikni R. sumarið 2021 og fór síðan til Vals. Hann var síðan lánaður frá Val til ÍBV og síðasta sumar varði hann mark KR-inga.

„Guy átti erfitt uppdráttar framan af móti eins og allt KR liðið en með þjálfarabreytingum fór KR liðið að spila betur og var Guy frábær seinni hluta mótsins,“ segir í frétt um komu Guy Smit á miðlum Vestra.

Guy Smit hefur leikið 71 leik í efstu deild á Íslandi og fengið á sig 119 mörk í þeim. Hann hefur haldið marki sínu fjórtán sinnum hreinu. Hann fékk á sig 43 mörk í 21 leik og hélt tvisvar hreinu með KR síðasta sumar. Hann hélt sjö sinnum hrenu með Leikni sumarið 2021.


Tengdar fréttir

Guy Smit semur við Val

Hollenski markvörðurinn Guy Smit er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Val, en hann lék með Leikni seinustu tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×