„Mig langaði að segja þessar sögur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 07:01 Fjallið það öskrar er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Samsett „Það sem stendur svolítið upp úr er að á þessum tíma vissi í raun enginn hvernig ætti að bregðast við í þessum aðstæðum, þegar kom að björgunaraðgerðum og þess háttar,“ segir Daníel Bjarnason leikstjóri heimildarmyndarinnar Fjallið það öskrar sem frumsýnd var á Stöð 2 þann 3.janúar síðastliðinn. Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Óhætt er að segja að snjóflóðið sem féll á Súðavík hafi verið reiðarslag, ekki einungis fyrir íbúa þorpsins og Vestfirðinga, heldur þjóðina alla. Í myndinni Fjallið það öskrar eru sagðar sögur þriggja eftirlifenda sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum, og einnig eru raktar sögur björgunarsveitarmanna. Myndin er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Sumir sögðu nei strax Daníel hefur á undanförnum árum komið að fjölda stórra kvikmynda – og sjónvarpsverkefna og leikstýrt þáttaröðum á borð við Baklandið og Burðardýr sem sýndar voru á Stöð 2, Hvunndagshetjur sem sýnd var á RÚV og heimildaþáttaröðina Málið sem sýnd var á Skjá einum. Fjallið það öskrar er ekki fyrsta verkefnið þar sem hann fæst við persónulegar, og oft á tíðum átakanlegir frásagnir af hamförum. Í Baklandinu voru til að mynda sögur sjúkraflutninga og slökkviliðsmanna á Íslandi - einstaklingum sem standa samfélagi okkar vörð. Það var um mitt ár 2022 að Daníel fór af stað við gerð myndarinnar. Daníel er frá Flateyri, þar sem eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunar féll einungis nokkrum mánuðum eftir snjóflóðið á Súðavík. Hann hefur þar af leiðandi ákveðna tengingu fyrir vestan. „Og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á báðum þessum flóðum en það var eiginlega út frá Baklandsþáttunum, einni sögunni þar, sem að þessi hugmynd kviknaði, að gera mynd um flóðin á Súðavík. Mig langaði að segja þessar sögur. Ég var svo heppinn að komast í samband við Aron Guðmundsson blaðamann og hann var strax til í þetta verkefni. Á sínum tíma þegar hann var að útskrifast úr meistaranámi í blaða og fréttamennsku gerði hann útvarpsþætti um flóðin á Súðavík, sem voru byggðir upp á frásögnum þeirra sem upplifðu þennan atburð. Hann var þar af leiðandi búinn að vinna mikið af þessari grunn heimildavinnu. Aron er einmitt líka að vestan, frá Ísafirði, og við smullum saman strax. Svo fórum við bara af stað í finna viðmælendur,” segir Daníel og bætir við að það hafi gengið upp og niður. Sögur þriggja eftirlifenda eru í forgrunni í myndinni.Aðsend „Sumir sögðu nei strax, aðrir voru uggandi og aðrir voru strax til í þetta. Sumir höfðu brunnið sig á því að tala við fjölmiðla um þessa reynslu, og það tók tíma að byggja upp traust, skiljanlega.“ Ótrúlegar og átakanlegar sögur Að lokum enduðu Daníel og Aron með þrjá viðmælendur; Hafstein Númason, Elmu Dögg Frostadóttur og Sigríði Rannveigu. Sögur þremenningana eru einlægar, átakanlegar og hjartnæmar á sama tíma. „Þau voru á mismunandi aldri þegar snjóflóðið féll og upplifun þeirra er mismunandi. Hafsteinn var úti á sjó þegar snjóflóðið féll, og var fyrir utan höfnina í marga klukkutíma að bíða eftir að komast inn í bæinn. Börnin hans þrjú létust öll. Elma var á þessum tíma unglingur, 14 ára gömul og festist undir fataskáp í flóðinu, en skápurinn bjargaði í raun lífi hennar. Í myndinni lýsir hún meðal annars þeirri átakanlegu upplifun, þar sem hún lá grafin í snjónum klukkutímum saman og beið eftir að vera bjargað. Sigríður Ranný lenti í flóðinu og ferðaðist með því einhverja áttatíu metra, alla leið að pósthúsinu, og þurfti síðan að leita að börnunum sínum. Það er dýrmætt að fá þessa þrjá mismunandi vinkla á þennan atburð,“ segir Daníel og bætir við hann að verði ævinlega þakklátur þessum þremur einstaklingum fyrir að deila sögu sinni. „Hafsteinn og Elma höfðu áður farið í blaðaviðtöl. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem þau ræddu söguna sína í sjónvarpi, og augljóslega er það öðruvísi, og meira stressandi kanski, að vera fyrir framan myndavél og ljós og tökulið og segja frá svona persónulegri reynslu. Ég hef sjálfur farið í svona viðtöl og alltaf fundist það frekar óþægilegt, ég get því ekki annað en dáðst að þeim Hafsteini, Siggu og Elmu fyrir hugrekkið.“ Við gerð myndarinnar ræddu Daníel og Aron við hina og þessa heimamenn á Súðavík. „Allir voru boðnir og búnir til að hjálpa okkur. Það var auðvitað ómetanlegt að njóta þeirra liðsinnis, til dæmis þegar við þurfum að fá aðgang að hinum og þessum stöðum í bænum. Meirihlutinn af þeim sem við hittum og ræddum við áttu einhverjar minningar af þessum atburðum, beinar eða óbeinar tengingar. Almennt var fólk mjög opið að hitta okkur,spjalla við okkur og deila reynslu sinni, eða beina okkur í hinar og þessar áttir. þó það væri ekki tilbúið að koma fram í myndinni sjálfri. Í myndinni eru leikin atriði í bland við viðtöl og annað myndefni.Aðsend Hann segir það standa upp úr þegar kemur að þessum sögum að á þessum tíma hafi í raun engin áfallahjálp verið til staðar. „Súðvíkingar sem ég hef rætt við eftir að myndin kom út hafa sagt mér að þeir hafi aldrei heyrt um atburðina út frá þessum hliðum frá öðrum. Fólk talaði voðalega lítið saman á þessum tíma, þetta var meira þannig að það var bara hver og einn í sínu horni.“ Daníel bætir við að það hafi einnig verið ómetanlegt að fá í hendurnar myndefni frá íbúum á svæðinu, ljósmyndir og myndbönd sem tekin voru á sínum tíma. „Það sem gerði okkur nefnilega frekar erfitt fyrir var að á sínum tíma var lagt bann við myndatökum á svæðinu og fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þar af leiðandi var hægrara sagt en gert að nálgast fréttamyndatökur frá þessum tíma. Það var okkur til happs að á þessum tíma var tökumaður frá Stöð 2 sem var búsettur á Ísafirði og hann hafði farið til Súðavíkur og stolist til að mynda. Það var eiginlega eina myndefnið sem við gátum notað. Þar af leiðandi lögðum við meiri áherslu á leikna efnið.“ Mikilvægt að vanda til verka Verandi sjálfur að vestan þá gat Daníel að mörgu leyti tengt við raunveruleika þeirra sem hann ræddi við. „Ég tengi til dæmis mjög vel við þennan heim sem við málum upp í byrjun myndarinnar, samfélagið á þessum tíma, þar sem krakkarnir eru að leika sér úti frá morgni til kvölds, í snjósköflum ofan á húsþökunum.“ Hann segir viðbrögð fólks við myndinni hafa verið framar hans björtustu vonum. „Af því að þetta er viðkvæmt umfjöllunarefni sem snertir svo marga þá átti ég von á því að heyra einhverjar gagnrýnisraddir eða einhverjir myndu setja út á þetta eða hitt, en það hefur ekki gerst. Þess vegna tók ég líka góðan tíma í klippivinnuna, sjö eða átta mánuði, vegna þess að það þurfti að vanda til verka þegar kom að “strúktúrnum”, þannig að þetta myndi virka sem heidlstæð frásögn. Mér fannst líka mikilvægt að skilja áhorfendur eftir með von, en ekki með þungan stein í maganum. Til að mynda í sögunni hans Hafsteins, í lokin minnist hann á dóttur sína sem lést í flóðinu; að hann viti fyrir víst að hún sé á lífi í næsta lífi, og að hann trúi því virkilega að hann muni hitta hana aftur. Það var mjög fallegt móment, fannst mér. Þetta er svo stór og mikil saga og við vildum virða það. En þetta er vandmeðfarið efni. Þú vilt ekki missa þig í dramatík, en nálgunin má heldur ekki vera of léttvæg. Ég held að það hafi tekist ágætlega.“ Þurfum að læra af sögunni Greint var frá því á síðasta ári að skipuð hefði verið rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins í Súðavík. Nefndinni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á hvernig snjóflóðavörnum var háttað, almannavarnaaðgerðir í aðdraganda og kjölfar flóðsins og eftirfylgni stjórnvalda. Nefndin hefur ár til að skila niðurstöðum. Daníel segir það hafa verið mikilvægt að koma inn á rannsóknina, og mikilvægi hennar, í myndinni. „Í þessu tilfelli brugðust yfirvöld, og Almannavarnir. Veðurstofan var búin að vara við þessu, og það var hunsað. Líkt og Sigga Rannveig bendir á þá hefði verið hægt að komast hjá þessum dauðsföllum sem urðu þarna. Mér finnst þetta sýna mikilvægi heimildamyndagerðar. Af því að þessi atburður er stór partur af sögu okkar Íslendinga, og það er svo mikilvægt að við varðveitum söguna, og lærum af henni.“ Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“ Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Föstudaginn 16. janúar árið 1995 féll snjóflóð í Súðavík. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða, eins og fram kemur í myndinni. Óhætt er að segja að snjóflóðið sem féll á Súðavík hafi verið reiðarslag, ekki einungis fyrir íbúa þorpsins og Vestfirðinga, heldur þjóðina alla. Í myndinni Fjallið það öskrar eru sagðar sögur þriggja eftirlifenda sem upplifðu hamfarirnar frá mismunandi sjónarhornum, og einnig eru raktar sögur björgunarsveitarmanna. Myndin er heiður til Vestfirðinga, minning um þau líf þeirra sem fórust og vitnisburður um styrk samfélags sem stóð saman á myrkum tímum. Sumir sögðu nei strax Daníel hefur á undanförnum árum komið að fjölda stórra kvikmynda – og sjónvarpsverkefna og leikstýrt þáttaröðum á borð við Baklandið og Burðardýr sem sýndar voru á Stöð 2, Hvunndagshetjur sem sýnd var á RÚV og heimildaþáttaröðina Málið sem sýnd var á Skjá einum. Fjallið það öskrar er ekki fyrsta verkefnið þar sem hann fæst við persónulegar, og oft á tíðum átakanlegir frásagnir af hamförum. Í Baklandinu voru til að mynda sögur sjúkraflutninga og slökkviliðsmanna á Íslandi - einstaklingum sem standa samfélagi okkar vörð. Það var um mitt ár 2022 að Daníel fór af stað við gerð myndarinnar. Daníel er frá Flateyri, þar sem eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunar féll einungis nokkrum mánuðum eftir snjóflóðið á Súðavík. Hann hefur þar af leiðandi ákveðna tengingu fyrir vestan. „Og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á báðum þessum flóðum en það var eiginlega út frá Baklandsþáttunum, einni sögunni þar, sem að þessi hugmynd kviknaði, að gera mynd um flóðin á Súðavík. Mig langaði að segja þessar sögur. Ég var svo heppinn að komast í samband við Aron Guðmundsson blaðamann og hann var strax til í þetta verkefni. Á sínum tíma þegar hann var að útskrifast úr meistaranámi í blaða og fréttamennsku gerði hann útvarpsþætti um flóðin á Súðavík, sem voru byggðir upp á frásögnum þeirra sem upplifðu þennan atburð. Hann var þar af leiðandi búinn að vinna mikið af þessari grunn heimildavinnu. Aron er einmitt líka að vestan, frá Ísafirði, og við smullum saman strax. Svo fórum við bara af stað í finna viðmælendur,” segir Daníel og bætir við að það hafi gengið upp og niður. Sögur þriggja eftirlifenda eru í forgrunni í myndinni.Aðsend „Sumir sögðu nei strax, aðrir voru uggandi og aðrir voru strax til í þetta. Sumir höfðu brunnið sig á því að tala við fjölmiðla um þessa reynslu, og það tók tíma að byggja upp traust, skiljanlega.“ Ótrúlegar og átakanlegar sögur Að lokum enduðu Daníel og Aron með þrjá viðmælendur; Hafstein Númason, Elmu Dögg Frostadóttur og Sigríði Rannveigu. Sögur þremenningana eru einlægar, átakanlegar og hjartnæmar á sama tíma. „Þau voru á mismunandi aldri þegar snjóflóðið féll og upplifun þeirra er mismunandi. Hafsteinn var úti á sjó þegar snjóflóðið féll, og var fyrir utan höfnina í marga klukkutíma að bíða eftir að komast inn í bæinn. Börnin hans þrjú létust öll. Elma var á þessum tíma unglingur, 14 ára gömul og festist undir fataskáp í flóðinu, en skápurinn bjargaði í raun lífi hennar. Í myndinni lýsir hún meðal annars þeirri átakanlegu upplifun, þar sem hún lá grafin í snjónum klukkutímum saman og beið eftir að vera bjargað. Sigríður Ranný lenti í flóðinu og ferðaðist með því einhverja áttatíu metra, alla leið að pósthúsinu, og þurfti síðan að leita að börnunum sínum. Það er dýrmætt að fá þessa þrjá mismunandi vinkla á þennan atburð,“ segir Daníel og bætir við hann að verði ævinlega þakklátur þessum þremur einstaklingum fyrir að deila sögu sinni. „Hafsteinn og Elma höfðu áður farið í blaðaviðtöl. Þetta var hins vegar í fyrsta sinn sem þau ræddu söguna sína í sjónvarpi, og augljóslega er það öðruvísi, og meira stressandi kanski, að vera fyrir framan myndavél og ljós og tökulið og segja frá svona persónulegri reynslu. Ég hef sjálfur farið í svona viðtöl og alltaf fundist það frekar óþægilegt, ég get því ekki annað en dáðst að þeim Hafsteini, Siggu og Elmu fyrir hugrekkið.“ Við gerð myndarinnar ræddu Daníel og Aron við hina og þessa heimamenn á Súðavík. „Allir voru boðnir og búnir til að hjálpa okkur. Það var auðvitað ómetanlegt að njóta þeirra liðsinnis, til dæmis þegar við þurfum að fá aðgang að hinum og þessum stöðum í bænum. Meirihlutinn af þeim sem við hittum og ræddum við áttu einhverjar minningar af þessum atburðum, beinar eða óbeinar tengingar. Almennt var fólk mjög opið að hitta okkur,spjalla við okkur og deila reynslu sinni, eða beina okkur í hinar og þessar áttir. þó það væri ekki tilbúið að koma fram í myndinni sjálfri. Í myndinni eru leikin atriði í bland við viðtöl og annað myndefni.Aðsend Hann segir það standa upp úr þegar kemur að þessum sögum að á þessum tíma hafi í raun engin áfallahjálp verið til staðar. „Súðvíkingar sem ég hef rætt við eftir að myndin kom út hafa sagt mér að þeir hafi aldrei heyrt um atburðina út frá þessum hliðum frá öðrum. Fólk talaði voðalega lítið saman á þessum tíma, þetta var meira þannig að það var bara hver og einn í sínu horni.“ Daníel bætir við að það hafi einnig verið ómetanlegt að fá í hendurnar myndefni frá íbúum á svæðinu, ljósmyndir og myndbönd sem tekin voru á sínum tíma. „Það sem gerði okkur nefnilega frekar erfitt fyrir var að á sínum tíma var lagt bann við myndatökum á svæðinu og fjölmiðlum var meinaður aðgangur. Þar af leiðandi var hægrara sagt en gert að nálgast fréttamyndatökur frá þessum tíma. Það var okkur til happs að á þessum tíma var tökumaður frá Stöð 2 sem var búsettur á Ísafirði og hann hafði farið til Súðavíkur og stolist til að mynda. Það var eiginlega eina myndefnið sem við gátum notað. Þar af leiðandi lögðum við meiri áherslu á leikna efnið.“ Mikilvægt að vanda til verka Verandi sjálfur að vestan þá gat Daníel að mörgu leyti tengt við raunveruleika þeirra sem hann ræddi við. „Ég tengi til dæmis mjög vel við þennan heim sem við málum upp í byrjun myndarinnar, samfélagið á þessum tíma, þar sem krakkarnir eru að leika sér úti frá morgni til kvölds, í snjósköflum ofan á húsþökunum.“ Hann segir viðbrögð fólks við myndinni hafa verið framar hans björtustu vonum. „Af því að þetta er viðkvæmt umfjöllunarefni sem snertir svo marga þá átti ég von á því að heyra einhverjar gagnrýnisraddir eða einhverjir myndu setja út á þetta eða hitt, en það hefur ekki gerst. Þess vegna tók ég líka góðan tíma í klippivinnuna, sjö eða átta mánuði, vegna þess að það þurfti að vanda til verka þegar kom að “strúktúrnum”, þannig að þetta myndi virka sem heidlstæð frásögn. Mér fannst líka mikilvægt að skilja áhorfendur eftir með von, en ekki með þungan stein í maganum. Til að mynda í sögunni hans Hafsteins, í lokin minnist hann á dóttur sína sem lést í flóðinu; að hann viti fyrir víst að hún sé á lífi í næsta lífi, og að hann trúi því virkilega að hann muni hitta hana aftur. Það var mjög fallegt móment, fannst mér. Þetta er svo stór og mikil saga og við vildum virða það. En þetta er vandmeðfarið efni. Þú vilt ekki missa þig í dramatík, en nálgunin má heldur ekki vera of léttvæg. Ég held að það hafi tekist ágætlega.“ Þurfum að læra af sögunni Greint var frá því á síðasta ári að skipuð hefði verið rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins í Súðavík. Nefndinni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á hvernig snjóflóðavörnum var háttað, almannavarnaaðgerðir í aðdraganda og kjölfar flóðsins og eftirfylgni stjórnvalda. Nefndin hefur ár til að skila niðurstöðum. Daníel segir það hafa verið mikilvægt að koma inn á rannsóknina, og mikilvægi hennar, í myndinni. „Í þessu tilfelli brugðust yfirvöld, og Almannavarnir. Veðurstofan var búin að vara við þessu, og það var hunsað. Líkt og Sigga Rannveig bendir á þá hefði verið hægt að komast hjá þessum dauðsföllum sem urðu þarna. Mér finnst þetta sýna mikilvægi heimildamyndagerðar. Af því að þessi atburður er stór partur af sögu okkar Íslendinga, og það er svo mikilvægt að við varðveitum söguna, og lærum af henni.“ Hér að neðan má sjá brot úr myndinni en hægt er að horfa á hana í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: „Barnarimlarúm er eitthvað sem ég get engan veginn horft á“
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira