Nefndin einróma um kosningarnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 10:17 Dagur B. Eggertsson er formaður undirbúningsnefndarinnar. Vísir/Einar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57
Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“