„Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 21:18 „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ spyr Helga Þórisdóttir. Vísir/Vilhelm Einstaklingar sem eru myndaðir úr öryggismyndavélum bíla, líkt og úr Teslum, gætu átt heimtingu á því að sjá myndefnið sem sýnir það. Þá þyrfti eigandi bílsins að afhenda myndefnið, en gæti þurft að passa upp á að afmá persónuupplýsingar af öðrum einstaklingum. Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Teslur eru orðnar gríðarlega margar í umferðinni, en þær eru útbúnar með sérstökum upptökubúnaði sem getur bæði tekið upp þegar bílarnir eru á ferð, en líka þegar þeir liggja kyrrir. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag var rætt um þessar upptökur við Helgu. Hún sagði málið snúast um mismunandi hagsmuni. Annars vegar séu það eigendur Teslunnar, sem vilja passa upp á eignina. Hins vegar séu það hefðbundnir samfélagsþegnar sem eru sífellt í rafrænu eftirliti. „Í grunninn er það sem fólk þarf að átta sig á að notkun mælaborðsmyndavéla, sem er það sem Teslan meðal annars notar, felur í sér vinnslu á persónuupplýsingum, og þetta fellur undir gildissvið persónuverndarlaga. Myndavélin er að taka upp bílnúmer, þau teljast til persónuupplýsinga þar sem að það má rekja þau til einstaklinga. Upptökur úr mælaborðsmyndavélum sýna líka gangandi vegfarendur,“ sagði Helga. Ekki í lagi að birta á samfélagsmiðlum Eitthvað hefur verið um að fólk birti myndefni sem þetta á opinberum vettvangi. Að sögn Helgu má það ekki nema að uppfyllt séu lagaskilyrði. „Það er kannski mergur málsins. Það má ekki birta upptökur úr svona myndavél sem innihalda persónuupplýsingar opinberlega, eins og á samfélagsmiðlum, nema að skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt,“ sagði hún. „Ef að Teslu-eigandi á þetta bara fyrir sig. Hann lendir kannski í einhverjum vandamálum, til dæmis tjóni, og sendir upplýsingar til lögreglu, eða eftir atvikum til tryggingafélags til að gæta réttar síns, þá myndi enginn gera athugasemdir við það. Ef hins vegar sami eigandi fer að deila einhverjum viðkvæmum atburðum, slysi eða ætluðum þjófnaði eða eitthvað annað, á samfélagsmiðla og er með hundruð eða þúsundir fylgjenda þá myndi hið opinbera kannski aðeins þurfa að banka upp á.“ Gætu þurft að afhenda og afmá Helga sagði Persónuverndarlögin ekki settar til höfuðs einstaklingum, heldur frekar stofnunum og fyrirtækjum og stærri aðilum. Þau eigi frekar að vernda einstaklingana. „Við þurfum eiginlega að höfða til þess að fólk sé að fara sparlega með þetta. Því ef þú greinir bílnúmerið þá er kannski komin möguleg bótakrafa frá þeim sem var greindur með bílnúmerinu á þann sem birtir.“ Þá bendir Helga á að einstaklingar sem eru myndaðir geti átt rétt á því að sjá myndefnið af sjálfu sér. „Þú átt sem einstaklingur rétt á því að geta bankað upp á og segja: „Heyrðu ég vill fá að sjá persónupplýsingarnar mínar sem þú ert með vistaðar í myndavélinni þinni.“ Þú þarft að afhenda, og gætir þá þurft að afmá persónuupplýsingar um aðra,“ sagði Helga. „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“
Persónuvernd Bílar Tesla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira