Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:10 Kristófer Már Maronsson, Jón Pétur Zimsen, Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ragnheiður Stephensen. Vísir/Vilhelm Kjaradeila grunnskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Engir formlegir samningafundir hafa verið boðaðir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Niðurstaða í atkvæðagreiðslu framhaldsskólakennara um verkföll verður ljós klukkan tvö í dag. Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi. Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa síðan á mánudag greitt atkvæði um ótímabundin verkföll og verður niðurstaðan ljós í kringum tvö í dag. Ekki hefur verið gefið upp um hvaða framhaldsskóla er verið að greiða atkvæði. Upptöku frá umræðunum má sjá að neðan. Kjaradeila grunnskólakennara til umræðu í Pallborði Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara og ríkis- og sveitarfélaga verður til umræðu í Pallborðinu klukkan tvö í dag í beinni útsendingu á Vísi. Nú standa yfir ótímabundnar verkfallsaðgerði kennarar í fjórtán leikskólum og tímabundnar í sjö grunnskólum. Verkföllin standa þar til 21. til 26. febrúar. Um fimm þúsund börn sitja heima í þrettán sveitarfélögum á landinu. Deilt hefur verið um um samning frá árinu 2016 um jöfnun kjara kennara við laun á almenna markaðnum allt frá því lífeyriskjör voru samræmd milli markaða árið 2016, án mikils árangurs. Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu fyrir helgi sem ígildi kjarasamnings. Þar var að hans sögn tryggð innágreiðsla á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og samið hefur verið um í almennum kjarasamningnum. Fram kom að munur á milli markaða væri viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist á að greiða inn á þessa vegferð. Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga samþykkti tillöguna en kennarar vildu gera breytingar og lögðu m.a. fram tillögu um launahækkun árið 2026. Fram hefur komið að kennarar töldu að þeir væru að fara að skrifa undir kjarasamning á sunnudagskvöldið þegar viðræðum var slitið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt að 20 prósenta launahækkun hafi stoðið kennurum til boða en þeir hafa hafnað því. Þessi mál verða rædd við þau Ragnheiði Stephensen grunnskólakennara í Garðaskóla í Garðabæ, Kristófer Má Maronsson í málsóknarfélagi barna og formann fræðslunefndar í Skagafirði og Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennara og skólastjóra og þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa óskaði eftir því að formaður Kennarasambandsins og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mættu til að ræða deiluna í Pallborði. Ríkissáttasemjari fór fram á það við deiluaðila að þeir ræddu ekki við fjölmiðla á þessu stigi.
Pallborðið Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Sjá meira