Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 12:06 Óveðri er spáð um allt land í dag og á morgun. Vísir/vilhelm Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi, nær öllu millilandaflugi hefur verið aflýst og vegir í öllum landshlutum eru á óvissustigi. Veðurfræðingur segir óveðrið munu skella á með miklum látum og spáir hviðum upp undir fimmtíu metra á sekúndu. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að sækja börn sín í skólann. Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira
Veður versnar hratt suðvestanlands upp úr hádegi, þar sem appelsínugular storm- og rigningarviðvaranir taka gildi klukkan tvö. Viðaranir tínast svo inn í öðrum landshlutum skömmu síðar og nær allt landið verður orðið appelsínugult klukkan fimm. Höfuðborgarsvæðið er þar ekki undanskilið og foreldrar skólabarna eru hvattir til að fylgjast vel með stöðunni síðdegis, jafnvel sækja börn sín í skóla eða frístund eftir því sem við á. Hvessir ógurlega Miklar raskanir eru á flugi í dag, nær öllum flugferðum til og frá landinu eftir klukkan eitt hefur verið aflýst, samkvæmt vef Isavia. Þá eru vegir um allt land á óvissustigi í dag, sem þýðir að þeim getur verið lokað með skömmum fyrirvara. Óvissustig tekur gildi á Reykjanesbraut, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði ýmist nú klukkan tólf eða eitt. Þá hefur Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði verið lokað. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. „Veðrið skellur á með dálitlum látum, eftir hádegi, sérstaklega milli tvö og fjögur, kemur að okkur af fullum þunga og fullum styrk. Það byrjar með því að það snjóar á fjallvegum og verður svo hált í kjölfarið þannig að það er erfitt við að eiga, eins og til dæmis á Hellisheiðinni,“ segir Einar. „Þegar þetta gerist svona þá hvessir ógurlega á landinu, eiginlega um land allt og það versnar mjög hratt á landinu. Það eru þessar hviður, þessir sviptivindar, sem verða þegar loftið er þetta hlýtt. Þetta eru svona 20, 25 metrar á sekúndu í jöfnum vindi nokkuð víða. Við eigum eftir að sjá hviður sem eru um og yfir fimmtíu metra á sekúndu, staðbundið á norðurlandi og ekki síður fyrir austan.“ Hafi varann á Einar ræður fólki frá því að leggja í langferðir. „Menn hafi varann á sér nú síðdegis og verði búnir að koma börnum og sjálfum sér í hús.“ Viðvaranir byrja smám saman að detta úr gildi sunnan, vestan, norðan og norðaustanlands upp úr miðnætti en koma aftur inn með morgninum. „Síðan kemur ný lægð, heldur minni en viðheldur vinstrengnum um austanvert landið, og verður líka mjög slæmt hér suðvestanlands sérstaklega milli átta og tólf í fyrramálið,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.
Veður Samgöngur Tengdar fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49 Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21 Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Sjá meira
Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í morgun vegna veðurs og flutningabíls og ólíklegt er sagt að hægt verði að opna hann í dag. Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð aftur snemma í morgun en varað er við slæmu skyggni vegna skafrennings og éljagangs. 5. febrúar 2025 08:49
Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Hellisheiði og Þrengsli voru opnuð snemma í morgun en Vegagerðin varar við því að skyggni geti verið slæmt á svæðinu vegna skafrennings og éljagangs. Vegfarendur eru því beðnir um að fara afar varlega. 5. febrúar 2025 07:21
Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Dýpkandi lægð suður af Hvarfi fer nú allhratt norðaustur í átt að landinu. Henni fylgir vaxandi sunnanátt eftir hádegi, þar sem mun hlýna og fara að rigna. 5. febrúar 2025 07:12