Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2025 06:18 Hundaeigendur eru vanir því að viðra dýrin sín í öllum veðrum eins og þessi fyrir hádegi við Ægissíðu. vísir/vilhelm Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Almannavarnir Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira