Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2025 11:30 Katie Cassidy segist sakna Liam Payne gríðarlega mikið. Darren Gerrish/Getty Images Katie Cassidy fyrirsæta og kærasta Liam Payne hefur í fyrsta sinn tjáð sig um andlát hans í Argentínu og síðustu augnablik þeirra saman. Hún segir að hefði hún vitað hvernig var hefði hún aldrei yfirgefið hann í Argentínu. Þetta kemur fram í viðtali við fyrirsætuna í breska götublaðinu The Sun. Söngvarinn lést þann 16. október síðastliðinn eftir að hafa fallið af hótelsvölum af þriðju hæð. Payne var í fríi í Buenos Aires í Argentínu. Fimm hafa verið ákærðir fyrir manndráp vegna andláts hans en samkvæmt rannsóknum lögreglu var söngvarinn undir áhrifum áfengis, kókaíns og þunglyndislyfja þegar hann lést. Hafði skyldum að gegna Cassidy segist hugsa um Payne á hverjum einasta degi. Hún segir söngvarann hafa verið í góðu standi þegar hún yfirgaf Argentínu tveimur dögum áður en hann lést. „Við vorum á svo góðum stað, við vorum svo ástfangin, hann var svo hamingjusamur og jákvæður. Og ég bara trúi því ekki að þetta hafi endað svona.“ Hún segir að hún hafi þurft að yfirgefa Argentínu til þess að huga að hundinum þeirra, Nölu. Hefði hún vitað sem var hefði hún aldrei yfirgefið Argentínu. „Ég hafði mína ábyrgð, við höfðum okkar ábyrgð sem við urðum að sinna. Við áttum hund og augljóslega bjóst ég aldrei, aldrei við því að eitthvað þessu líkt gæti gerst.“ Cassidy segir þau bæði ávallt hafa verið sjálfstæð. Þetta hafi ekki verið fyrsta skiptið sem hún hafi ferðast ein. Hún segir Payne hafa verið besta mann sem hún hafi nokkurn tímann hitt. Hún hafi verið skotin í honum frá tíu ára aldri. Hún segist vera fegin því að hafa heyrt af andláti kærasta síns frá sameiginlegum vini sem hafi hringt í hana, en ekki af samfélagsmiðlum. „Ég trúði þessu ekki fyrst. Ég hélt þetta væri bara orðrómur. Eða að einhver hefði skáldað þetta til þess að fá áhorf og klikk,“ segir Cassidy. Hún segir að sín síðustu skilaboð til Payne hafi verið um Hrekkjavökuskreytingar á heimili þeirra. Eftir að hún heyrði að hann væri látinn segist Cassidy hafa síendurtekið hringt í sinn mann í geðshræringu. Það hafi verið einskonar varnarviðbrögð en hún segir að fyrstu andartökin eftir að hann var látinn séu enn í móðu. Hún muni lítið sem ekkert eftir fyrstu dögunum. Andlát Liam Payne Argentína Bretland Hollywood Tengdar fréttir Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30 Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Liam Payne, tónlistarmaður og fyrrverandi meðlimur One Direction, er sagður hafa pantað níu flöskur af vískíi og þrettán grömm af kókaíni skömmu áður en hann lést. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði eftir að hann féll fram af þriðju hæð á svölum á hóteli. 27. nóvember 2024 10:01 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við fyrirsætuna í breska götublaðinu The Sun. Söngvarinn lést þann 16. október síðastliðinn eftir að hafa fallið af hótelsvölum af þriðju hæð. Payne var í fríi í Buenos Aires í Argentínu. Fimm hafa verið ákærðir fyrir manndráp vegna andláts hans en samkvæmt rannsóknum lögreglu var söngvarinn undir áhrifum áfengis, kókaíns og þunglyndislyfja þegar hann lést. Hafði skyldum að gegna Cassidy segist hugsa um Payne á hverjum einasta degi. Hún segir söngvarann hafa verið í góðu standi þegar hún yfirgaf Argentínu tveimur dögum áður en hann lést. „Við vorum á svo góðum stað, við vorum svo ástfangin, hann var svo hamingjusamur og jákvæður. Og ég bara trúi því ekki að þetta hafi endað svona.“ Hún segir að hún hafi þurft að yfirgefa Argentínu til þess að huga að hundinum þeirra, Nölu. Hefði hún vitað sem var hefði hún aldrei yfirgefið Argentínu. „Ég hafði mína ábyrgð, við höfðum okkar ábyrgð sem við urðum að sinna. Við áttum hund og augljóslega bjóst ég aldrei, aldrei við því að eitthvað þessu líkt gæti gerst.“ Cassidy segir þau bæði ávallt hafa verið sjálfstæð. Þetta hafi ekki verið fyrsta skiptið sem hún hafi ferðast ein. Hún segir Payne hafa verið besta mann sem hún hafi nokkurn tímann hitt. Hún hafi verið skotin í honum frá tíu ára aldri. Hún segist vera fegin því að hafa heyrt af andláti kærasta síns frá sameiginlegum vini sem hafi hringt í hana, en ekki af samfélagsmiðlum. „Ég trúði þessu ekki fyrst. Ég hélt þetta væri bara orðrómur. Eða að einhver hefði skáldað þetta til þess að fá áhorf og klikk,“ segir Cassidy. Hún segir að sín síðustu skilaboð til Payne hafi verið um Hrekkjavökuskreytingar á heimili þeirra. Eftir að hún heyrði að hann væri látinn segist Cassidy hafa síendurtekið hringt í sinn mann í geðshræringu. Það hafi verið einskonar varnarviðbrögð en hún segir að fyrstu andartökin eftir að hann var látinn séu enn í móðu. Hún muni lítið sem ekkert eftir fyrstu dögunum.
Andlát Liam Payne Argentína Bretland Hollywood Tengdar fréttir Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30 Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Liam Payne, tónlistarmaður og fyrrverandi meðlimur One Direction, er sagður hafa pantað níu flöskur af vískíi og þrettán grömm af kókaíni skömmu áður en hann lést. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði eftir að hann féll fram af þriðju hæð á svölum á hóteli. 27. nóvember 2024 10:01 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. 20. nóvember 2024 14:30
Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Liam Payne, tónlistarmaður og fyrrverandi meðlimur One Direction, er sagður hafa pantað níu flöskur af vískíi og þrettán grömm af kókaíni skömmu áður en hann lést. Payne lést í Buenos Aires í síðasta mánuði eftir að hann féll fram af þriðju hæð á svölum á hóteli. 27. nóvember 2024 10:01