„Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Geðhjálp 7. febrúar 2025 12:28 Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir og fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. segja lesendum Vísis frá G-vítamínunum sínum. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Hér segja fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. og lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lesendum frá G-vítamínunum sínum. „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt,“ segir Þorsteinn. „Ég geri hluti sem ég veit að eru nærandi, svo ég nefni strax það nýjasta: Yoga Nidra klukkan fimm á föstudögum hjá Stefáni Atla í Skeifunni, stórkostlegur endir á vinnuvikunni. Svo hóflegar lyftingar og gufa í Neslauginni þar sem útiklefinn er alveg G-vítamín pakki út af fyrir sig. Ég nota hljóðbækur mikið, dásamlegt að láta lesa fyrir sig og svo það allra besta: Matur og góðir eftirréttir, það er jafnvel sterkara G-vítamín að sleppa matnum alveg og fara beint í eftirréttinn ef svo ber undir.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt,” segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala segir sín G-vítamín vera helst þessa litlu, hversdagslegu hluti í lífinu. „Það er t.d. kaffibollinn á laugardagsmorgnum með manninum mínum eða það að dunda mér lengi við að elda einhvern skemmtilegan mat og fá fjölskylduna saman við borðstofuborðið.“ Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið. Að skjótast út í göngutúr er líka vítamín sem Helga sækir í þegar hún þarf að hreinsa hugann. „En akkúrat núna, þegar ég hugsa um lífið þá er G-vítamínið í dag kannski bara þakklæti fyrir litla sem stóra sigra í eigin lífi. Þakklæti fyrir allt góða og skemmtilega fólkið sem maður umgengst í lífi og starfi. Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt. Sólin vermir og fær mann til að brosa en það gerir þakklætið líka. Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið.“ Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land. Geðheilbrigði G vítamín Heilsa Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 – Róbert er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þór er kominn í úrslit Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Sjá meira
„Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt,“ segir Þorsteinn. „Ég geri hluti sem ég veit að eru nærandi, svo ég nefni strax það nýjasta: Yoga Nidra klukkan fimm á föstudögum hjá Stefáni Atla í Skeifunni, stórkostlegur endir á vinnuvikunni. Svo hóflegar lyftingar og gufa í Neslauginni þar sem útiklefinn er alveg G-vítamín pakki út af fyrir sig. Ég nota hljóðbækur mikið, dásamlegt að láta lesa fyrir sig og svo það allra besta: Matur og góðir eftirréttir, það er jafnvel sterkara G-vítamín að sleppa matnum alveg og fara beint í eftirréttinn ef svo ber undir.“ Á þorranum munu birtast á Vísi greinar sem fjalla um átakið, auk þess sem eitt G-vítamín mun birtast á forsíðunni á Vísi daglega meðan átakið stendur yfir. Á sama tíma munu útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 vekja athygli á átakinu, fjalla um G-vítamín dagsins og fjalla almennt um geðheilbrigði. „Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt,” segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður. Helga Vala segir sín G-vítamín vera helst þessa litlu, hversdagslegu hluti í lífinu. „Það er t.d. kaffibollinn á laugardagsmorgnum með manninum mínum eða það að dunda mér lengi við að elda einhvern skemmtilegan mat og fá fjölskylduna saman við borðstofuborðið.“ Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið. Að skjótast út í göngutúr er líka vítamín sem Helga sækir í þegar hún þarf að hreinsa hugann. „En akkúrat núna, þegar ég hugsa um lífið þá er G-vítamínið í dag kannski bara þakklæti fyrir litla sem stóra sigra í eigin lífi. Þakklæti fyrir allt góða og skemmtilega fólkið sem maður umgengst í lífi og starfi. Það er heilmikið vítamín í því að minna sig á það góða í lífi sínu og dvelja ekki í því sem er flókið og neikvætt. Sólin vermir og fær mann til að brosa en það gerir þakklætið líka. Þannig að ég ætla að segja að mitt G-vítamín í dag er þakklætið.“ Dagatal með G-vítamínskömmtum er til sölu á vef Geðhjálpar og í völdum verslunum Krónunnar um allt land.
Geðheilbrigði G vítamín Heilsa Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þorleifur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 – Róbert er kominn í úrslit Iðnaðarmaður ársins 2025 - Þór er kominn í úrslit Með andlit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Stuðla að heilbrigði með lífrænum barnamat Komdu með í ævintýri til Ítalíu Viltu kynnast töfrum Taílands? Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Ný hugsun í heimi brúnkuvara Fyrirtæki á Norðurlandi styðja SÁÁ Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Viltu vinna spennandi vinninga í vorleik Vísis? Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Sumarið er komið á Boozt Að eiga tæki frá Stihl er lífsstíll Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Sjá meira