Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki með á þessu tímabili. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki með á þessu keppnistímabili í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í CrossFit því hún hefur ákveðið að taka ekki þátt í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Ástæðan er staða öryggismála og skortur á viðbrögðum hjá CrossFit samtökunum þegar keppandi drukknaði á síðustu heimsleikum. Þetta þýðir að Anníe á ekki möguleika á því að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. Anníe Mist sagði fyrst frá þessari ákvörðun sinni í Buttery Bros heimildarmyndinni um íslensku goðsagnirnar þrjár en hefur síðan sett inn hjartnæmt myndband á samfélagsmiðla sína þar sem hún útskýrir betur afstöðu sína. Anníe sagði frá því að atburður á síðustu heimsleikunum hafi verið mikið áfall fyrir hana eins og alla í CrossFit fjölskyldunni. Setti allt sitt traust á CrossFit samtökin Hingað til hafði hún haldið, að sama hvað gerðist á heimsleikunum, þá væri alltaf einhver til taks til að bjarga málunum ef hlutirnir færu illa. Hún setti allt traust sitt á CrossFit samtökin gætu passað upp á öryggi keppenda á heimsleikunum sem væru að gefa allt sitt í keppnina. Lazar Djukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna síðasta haust þar sem enginn kom honum til bjargar en forráðamenn heimsleikanna ákváðu engu að síður að klára keppnina þrátt fyrir andstöðu Djukic fjölskyldunnar. Það sem meira er að samtökin lugu því að það væri gert með samþykki Djukic fjölskyldunnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe segir að samtökin hafi þar með brugðist trausti sínu að alltaf væri passað upp á öryggi keppenda. Fyrsta sinn frá árinu 2009 „Ég get ekki tekið þátt í The Open í ár af siðferðislegum ástæðum. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem það gerist eða síðan að fyrstu opni hlutinn fór fram. Ég mun því ekki taka þátt í heimsleikunum ár,“ sagði Anníe í mynd Buttery Bros. Þetta verður sögulegt tímabil, það fyrsta í sextán ár sem Anníe mun ekki taka þátt í opna hlutanum. Hún hefur meðal annars skilað inn æfingum í bæði skiptin sem hún hefur verið ólétt. „Ég mun samt gera æfingarnar í stöðinni minni en ég get ekki gefið þessu minni stuðning,“ sagði Anníe í heimildarmyndinni en hún vildi útskýra mál sitt enn frekar. Þess vegna tók hún upp myndband þar sem hún fer betur yfir þessa erfiðu ákvörðun. Legið þungt á henni „Þessi ákvörðun hefur legið mjög þungt á mér og ég vil útskýra betur af hverju ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. „Ég átta mig á því að slys geta gerst en við eigum og ættum að vera að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og passa upp á það að öll öryggisatriði séu í lagi,“ sagði Anníe. „Það er mjög erfitt fyrir mig að trúa að því að það hafi verið til staðar á þessari stundu miðað við það sem gerðist. Þetta snýst ekki bara um það hvernig þetta gerðist heldur einnig hvernig var tekið á þessu máli í framhaldinu,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. Það má sjá alla útskýringu hennar hér fyrir neðan. Kallar eftir gagnsæi og ábyrgð Anníe kallar eftir meira gagnsæi og skilningi. Hún vill líka að einhver taki ábyrgð á því hvað gerðist. Anníe segir líka frá því að oft hafi hún verið skíthrædd á heimsleikunum þar sem hún hafði komist að þolmörkum sínum. „Ég hafði hingað til alltaf trúað því að við værum örugg og það væri passað upp á okkur. Ég sagði sjálfri mér að ég myndi ekki deyja,“ sagði Anníe sem kallar eftir fleiri breytingum. Anníe dæmir engan sem vill taka þátt í CrossFit tímabilinu þótt að hún sjálf hafi tekið þessa ákvörðun. Dæmir ekki þá sem vilja vera með „Ég hef verið hluti CrossFit samfélaginu síðan ég var nítján ára gömul eða allan minn fullorðinsaldur. Ég mun alltaf vera hluti af CrossFit samfélaginu,“ sagði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún segist styðja allt íþróttafólkið sem mun taka þátt en að hún sé með þessu að berjast fyrir framtíð þeirra í íþróttinni. Það eina sem hún styður ekki eru höfuðstöðvar CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Þetta þýðir að Anníe á ekki möguleika á því að vinna sér sæti á heimsleikunum í ár. Anníe Mist sagði fyrst frá þessari ákvörðun sinni í Buttery Bros heimildarmyndinni um íslensku goðsagnirnar þrjár en hefur síðan sett inn hjartnæmt myndband á samfélagsmiðla sína þar sem hún útskýrir betur afstöðu sína. Anníe sagði frá því að atburður á síðustu heimsleikunum hafi verið mikið áfall fyrir hana eins og alla í CrossFit fjölskyldunni. Setti allt sitt traust á CrossFit samtökin Hingað til hafði hún haldið, að sama hvað gerðist á heimsleikunum, þá væri alltaf einhver til taks til að bjarga málunum ef hlutirnir færu illa. Hún setti allt traust sitt á CrossFit samtökin gætu passað upp á öryggi keppenda á heimsleikunum sem væru að gefa allt sitt í keppnina. Lazar Djukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna síðasta haust þar sem enginn kom honum til bjargar en forráðamenn heimsleikanna ákváðu engu að síður að klára keppnina þrátt fyrir andstöðu Djukic fjölskyldunnar. Það sem meira er að samtökin lugu því að það væri gert með samþykki Djukic fjölskyldunnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe segir að samtökin hafi þar með brugðist trausti sínu að alltaf væri passað upp á öryggi keppenda. Fyrsta sinn frá árinu 2009 „Ég get ekki tekið þátt í The Open í ár af siðferðislegum ástæðum. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem það gerist eða síðan að fyrstu opni hlutinn fór fram. Ég mun því ekki taka þátt í heimsleikunum ár,“ sagði Anníe í mynd Buttery Bros. Þetta verður sögulegt tímabil, það fyrsta í sextán ár sem Anníe mun ekki taka þátt í opna hlutanum. Hún hefur meðal annars skilað inn æfingum í bæði skiptin sem hún hefur verið ólétt. „Ég mun samt gera æfingarnar í stöðinni minni en ég get ekki gefið þessu minni stuðning,“ sagði Anníe í heimildarmyndinni en hún vildi útskýra mál sitt enn frekar. Þess vegna tók hún upp myndband þar sem hún fer betur yfir þessa erfiðu ákvörðun. Legið þungt á henni „Þessi ákvörðun hefur legið mjög þungt á mér og ég vil útskýra betur af hverju ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. „Ég átta mig á því að slys geta gerst en við eigum og ættum að vera að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slys og passa upp á það að öll öryggisatriði séu í lagi,“ sagði Anníe. „Það er mjög erfitt fyrir mig að trúa að því að það hafi verið til staðar á þessari stundu miðað við það sem gerðist. Þetta snýst ekki bara um það hvernig þetta gerðist heldur einnig hvernig var tekið á þessu máli í framhaldinu,“ sagði Anníe í myndbandinu sínu. Það má sjá alla útskýringu hennar hér fyrir neðan. Kallar eftir gagnsæi og ábyrgð Anníe kallar eftir meira gagnsæi og skilningi. Hún vill líka að einhver taki ábyrgð á því hvað gerðist. Anníe segir líka frá því að oft hafi hún verið skíthrædd á heimsleikunum þar sem hún hafði komist að þolmörkum sínum. „Ég hafði hingað til alltaf trúað því að við værum örugg og það væri passað upp á okkur. Ég sagði sjálfri mér að ég myndi ekki deyja,“ sagði Anníe sem kallar eftir fleiri breytingum. Anníe dæmir engan sem vill taka þátt í CrossFit tímabilinu þótt að hún sjálf hafi tekið þessa ákvörðun. Dæmir ekki þá sem vilja vera með „Ég hef verið hluti CrossFit samfélaginu síðan ég var nítján ára gömul eða allan minn fullorðinsaldur. Ég mun alltaf vera hluti af CrossFit samfélaginu,“ sagði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún segist styðja allt íþróttafólkið sem mun taka þátt en að hún sé með þessu að berjast fyrir framtíð þeirra í íþróttinni. Það eina sem hún styður ekki eru höfuðstöðvar CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn