Í hugleiðingum veðurfræðings segir að með úrkomunni í dag fylgi vindur, 10 til 18 metrar á sekúndu, svo um sé að ræða leiðindaveður meðan á stendur. Hitinn verður um eða yfir frostmarki í dag.
Á morgun er vestlægur kaldi í kortunum með éljum, en seinnipartinn deyja élin væntanlega út. Skaplegt veður á morgun þegar á heildina er litið og ágætt til útivistar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Vestlæg átt 5-13 m/s og él, en styttir upp að mestu síðdegis. Frost 0 til 8 stig.
Á sunnudag og mánudag: Sunnan 8-15, en 15-20 í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Súld eða rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti víða 3 til 8 stig.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Suðaustanátt og smáskúrir eða slydduél á sunnanverðu landinu, en bjart norðantil. Hiti kringum frostmark fyrir norðan, en að 6 stigum við suðurströndina.