„Við ætlum að bjóða gestum að taka mynd af sér á UTmessunni þar sem hver og einn getur látið breyta sér í það sem þeim dreymir um hvort sem það er kúreki á víðáttumiklum sléttum Norður-Ameríku eða sem kappaksturshetju á Formúlu braut eða raunar hvað sem er. Við græjum draumamyndina fyrir alla með aðstoð gervigreindar,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK sem stendur fyrir uppátækinu.
Búist er við um 10 þúsund gestum á UTmessuna sem haldin er í fimmtánda skipti nú um helgina.
Ísold segir að gervigreind verða allsráðandi þema á UT messunni. Hægt verði að skoða öflugustu gervigreindar-fartölvuna á fyrirtækjamarkaði til þessa. Vélin er búin sérstökum örgjörva sem getur unnið sérstaklega hratt.
„Örgjörvinn býr til AI Companion sem er þinn persónulegi aðstoðarmaður á tölvunni. Hann inniheldur safn af gervigreindartólum og eiginleikum sem auka skilvirkni og framleiðni. Appið gerir þér kleift að nýta gervigreind til að einfalda og bæta dagleg verkefni,“ segir Ísold.