Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2025 15:34 Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu telur málið skýrt. vísir/vilhelm Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almenn í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa,” segir Arnar Þór Stefánsson, lögfræðingur og einn eigenda LEX lögmannstofu. Hann bætir við að stjórnmálamennirnir geti ekki hafið verið í góðri trú þegar þeir tóku við þessum fjármunum. Arnar fór yfir málið í færslu á Facebook-síðu sinni og ályktar að það kunni að hafa verið refsivert fyrir viðkomandi stjórnmálasamtök að taka við fénu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og vísar hann þar í áðurnefnd sérfræðiálit. Fjallað hefur verið um það að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar árið 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Fram hefur komið að Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar hafi einnig þegið styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá hins vegar eini flokkurinn sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Gæti mögulega þýtt gjaldþrot Arnar segir að fjármála- og efnahagsráðherra beri að innheimta það sem til ríkisins heyrir og þá mögulega fyrir dómstólum. „Það er skylda á honum að láta fylgja eftir kröfum sem ríkið á og það er ekki þannig að menn geti bara gefið það eftir, hvort sem á í hlut á öryrki eða einhver sem hefur fengið ofgreitt úr ríkissjóði af öðrum ástæðum. Það gildir jafnt um alla og menn skulu vera jafnir fyrir lögunum hvað þetta varðar,“ segir hann i samtali við fréttastofu. „Ef þessir stjórnmálaflokkar eru ekki borgunarmenn þá bara mögulega fara þeir í gjaldþrot. Svo geta þessir stjórnmálaflokkar reynt að semja um kröfuna og að endurgreiða hana á einhverjum tíma.“ Arnar bætir við að samkvæmt lögunum þurfi ekki að sýna fram á ásetning heldur nægir gáleysi. Það feli í sér að fulltrúar flokkana viti eða hafi mátt vita að það hefði ekki verið heimilt að greiða styrkina út þar sem flokkarnir hafi ekki uppfyllt skilyrði laga. Ekki undanþegnir lögum Telur Arnar rétt að láta reyna á málið fyrir dómi og segir ríkið hafa góð rök fyrir sínum málstað. „Þú gefur ekki eftir svona kröfur ef þú ert ríkið. Ríkið er mjög hart til dæmis gagnvart öryrkjum og þeim sem skulda skatta. Það er engin miskunn þar en þarna á að vera einhver miskunn en það bara á ekki við.“ Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eigi að fara á undan með góðu fordæmi og þeir séu ekki undanþegnir lögum. „Ég tel vera greiðsluskyldu og ég átta mig á því að það eru einhver álit í hina áttina en við þessar aðstæður tel ég að það eigi að sækja kröfuna.” Það sé hans lögfræðilega mat og svo geti dómstólar dæmt um það hvað sé rétt í þessu. Facebook-færsla Arnars í heild sinni: Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02 Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Reglan er sú almenn í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa,” segir Arnar Þór Stefánsson, lögfræðingur og einn eigenda LEX lögmannstofu. Hann bætir við að stjórnmálamennirnir geti ekki hafið verið í góðri trú þegar þeir tóku við þessum fjármunum. Arnar fór yfir málið í færslu á Facebook-síðu sinni og ályktar að það kunni að hafa verið refsivert fyrir viðkomandi stjórnmálasamtök að taka við fénu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og vísar hann þar í áðurnefnd sérfræðiálit. Fjallað hefur verið um það að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar árið 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Fram hefur komið að Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar hafi einnig þegið styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá hins vegar eini flokkurinn sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Gæti mögulega þýtt gjaldþrot Arnar segir að fjármála- og efnahagsráðherra beri að innheimta það sem til ríkisins heyrir og þá mögulega fyrir dómstólum. „Það er skylda á honum að láta fylgja eftir kröfum sem ríkið á og það er ekki þannig að menn geti bara gefið það eftir, hvort sem á í hlut á öryrki eða einhver sem hefur fengið ofgreitt úr ríkissjóði af öðrum ástæðum. Það gildir jafnt um alla og menn skulu vera jafnir fyrir lögunum hvað þetta varðar,“ segir hann i samtali við fréttastofu. „Ef þessir stjórnmálaflokkar eru ekki borgunarmenn þá bara mögulega fara þeir í gjaldþrot. Svo geta þessir stjórnmálaflokkar reynt að semja um kröfuna og að endurgreiða hana á einhverjum tíma.“ Arnar bætir við að samkvæmt lögunum þurfi ekki að sýna fram á ásetning heldur nægir gáleysi. Það feli í sér að fulltrúar flokkana viti eða hafi mátt vita að það hefði ekki verið heimilt að greiða styrkina út þar sem flokkarnir hafi ekki uppfyllt skilyrði laga. Ekki undanþegnir lögum Telur Arnar rétt að láta reyna á málið fyrir dómi og segir ríkið hafa góð rök fyrir sínum málstað. „Þú gefur ekki eftir svona kröfur ef þú ert ríkið. Ríkið er mjög hart til dæmis gagnvart öryrkjum og þeim sem skulda skatta. Það er engin miskunn þar en þarna á að vera einhver miskunn en það bara á ekki við.“ Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eigi að fara á undan með góðu fordæmi og þeir séu ekki undanþegnir lögum. „Ég tel vera greiðsluskyldu og ég átta mig á því að það eru einhver álit í hina áttina en við þessar aðstæður tel ég að það eigi að sækja kröfuna.” Það sé hans lögfræðilega mat og svo geti dómstólar dæmt um það hvað sé rétt í þessu. Facebook-færsla Arnars í heild sinni:
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02 Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent