Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 20:36 Hjálmar Sveinsson er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ívar Fannar Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. „Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún. Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Þessir flokkar náðu saman í ríkisstjórn og af hverju ætti það ekki að vera hægt í borgarstjórn?“ segir Hjálmar. Flokkur fólksins hefur ekki beinlínis verið á ykkar línu í samgöngumálum til dæmis eða húsnæðismálum? „Neinei ég veit það alveg, en það er alveg hægt að finna einhvern milliveg þar, ég er alveg viss um það. En þetta verður allt saman bara að koma í ljós,“ segir Hjálmar. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði fyrr í kvöld að flokkur hennar muni ekki taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni. Viðræður höfðu verið í gangi milli oddvita Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun meirihluta eftir að Einar sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Helga Þórðardóttir oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík sagði fyrr í dag að skiptar skoðanir væru meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Kolbrúnu Baldursdóttur nýkjörnum þingmanni Flokks fólksins og fráfarandi borgarfulltrúa hugnast illa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er í mér óhugur að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn núna þegar við höfum séð það hatur og heift sem Sjálfstæðisflokkurinn, með Morgunblaðið sem vopn hefur beint til Flokks fólksins og forystufólks hans. Annað eins hefur varla sést. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað sami flokkurinn hvar sem hann er, og það er snúið fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur mátt þola ófrægingarherferð Sjálfstæðisflokksins að eiga síðan að vinna náið með honum,“ sagði hún.
Borgarstjórn Samfylkingin Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31 Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Oddviti Flokks Fólksins í Reykjavík segir skiptar skoðanir meðal flokksmanna um hugsanlegt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í nýjum meirihluta. Haft hefur verið eftir aðstoðarmanni borgarstjóra að formlegar viðræður séu hafnar milli Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins en oddviti þess síðastnefnda vill ekki ganga svo langt að kalla þær formlegar viðræður. 8. febrúar 2025 17:31
Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45