Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2025 03:18 Jalen Hurts með Vince Lombardi bikarinn en leikstjórnandi Philadelphia Eagles átti frábæran leik og var kosinn maður leiksins. Getty/Jamie Squire Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. Ein versta frammistaða sögunnar Þetta er í annað skiptið sem Eagles vinnur Ofurskálina en liðið vann hana einnig árið 2018. Sigur liðsins breyttist hreinlega í kennslustund eftir að liðið komst í 24-0 í fyrri hálfleiknum. Patrick Mahomes og félagar í Chiefs áttu möguleika á því að vinna fyrstir allra þrjá Super Bowl leiki í röð en buðu í staðinn upp á eina verstu frammistöðuna í sögu Ofurskálarinnar. Þeir náðu að laga stöðuna aðeins með snertimörkum í blálokin og bjarga andlitinu en þó varla. Chiefs liðið hefur ekki verið sannfærandi á leiktíðinni en náði engu að síður að landa hverjum sigrinum á fætur öðrum á seiglunni. Í nótt var hins vegar komið að skuldadögum og öll vandamálin blöstu við. Þeir buðu upp á lélegustu frammistöðuna á tíma Mahomes með liðinu og þetta breyttist fljótt í martröð sem ætlaði engan enda að taka. Það má þó ekki taka það frá leikmönnum Eagles að þeir áttu frábæran leik og hreinlega léku sér að mótherjum sínum á báðum endum vallarins. Hurts maður leiksins Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, var kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins, en hann skoraði sjálfur eitt snertimark og átti einnig tvær snertimarkssendingar. Hurts hljóp 72 jarda með boltann sem var það mesta í leiknum og hann stýrði leiknum með glans. Fyrri hálfleikurinn var algjör martröð fyrir sóknarmenn Kansas City. Það gekk ekkert upp og þótt að vörnin hafi komist inn í sendingu og unnið boltann var það ekki nóg til að kveikja í sóknarmönnum liðsins. Þurftu varla á Barkley að halda Þannig tókst varnarmönnum Chiefs að halda hlauparanum Saquon Barkley í skefjum en það kom ekki í veg fyrir að Ernirir náðu góðri forystu. Ástæðan var að sóknarleikurinn hjá Chiefs var við frostmark. Jalen Hurts skoraði fyrsta snertimark leiksins með hinu fræga „Tush Puss“ og vallarmark kom liðnu síðan í 10-0. Útlitið var fyrst slæmt fyrir alvöru þegar afmælisbarnið Cooper DeJean komst inn í sendingu Mahomes og skoraði í beinu framhaldi. DeJean varð sá fyrsti í sögu Super Bowl til að skora á afmælisdeginum sínum. Eagles liðið var komið í 17-0 og fékk tækifæri til að bæta við. Chiefs náði að stoppa þá og fékk síðan mögulega lokasókn fyrri hálfleiks. Hún var ekki löng því Mahomes kastaði boltanum aftur frá sér. Verstu þrjátíu mínúturnar á ferli Mahomes Eagles fékk boltann á besta stað og það endaði með snertimarki hjá útherjanum A. J. Brown. Já, vont gat orðið enn verra. 24-0 undir og verstu þrjátíu mínúturnar á ferli Patrick Mahomes. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan er 13-1 í endurnýjunum og 179-23 í jördum. Patrick Mahomes hafði aðeins átt sex heppnaðar sendingar og var búinn að kasta boltanum tvisvar frá sér. Eagles vörnin var frábær og þeir voru með mikla yfirburði á bardagalínunni sem gerði Chiefs mjög erfitt fyrir. Það breyttist lítið sem ekkert í hálfleik því fyrsta sókn Chiefs í seinni hálfleik var lítið betri en allar hinar vonlitlu sóknirnar. Jalen Hurts og félagar svöruðu á móti með fínni sókn sem tók margar mínútur af klukkunni og endaði með vallarmarki. 27 stigum yfir og nú var þetta orðin fjögurra sókna leikur. Öll líkamstjáning leikmanna Chiefs var eins og hjá liði sem er verið að leiða til slátrunar. Staðan var 34-0 Þegar Eagles fékk boltann þá tóku þeir eina bombu og DeVonta Smith skoraði snertimark eftir sendingu frá Hurts. 34-0 er staða sem var erfitt að trúa en var engu að síður blákaldur veruleiki fyrir meistarana. Nýliðinn Xavier Worthy skoraði snertimark fyrir Chiefs rétt fyrir lok þriðja leikhluta en það var bara alltof seint. 28 stiga munur fyrir lokaleikhlutann. Jake Elliott skoraði tvö vallarmörk og Eagles var komið með 40 stig með 34 stiga forystu. Eftir það var minnsta vonarglætan endanlega slokknuð og allir farnir að biða eftir lokum leiksins. DeAndre Hopkins skoraði snertimark og Chiefs lagaði aðeins stöðuna. Það var auðvitað alltof seint en munurinn fór alla vegna niður fyrir þrjátíu stigin. Xavier Worthy átti góðan dag og skoraði sitt annað snertimark eftir 50 jarda bombu frá Mahomes. Tveggja stiga tilraunin heppnast líka og því endaði munurinn bara í átján stigum.
Ein versta frammistaða sögunnar Þetta er í annað skiptið sem Eagles vinnur Ofurskálina en liðið vann hana einnig árið 2018. Sigur liðsins breyttist hreinlega í kennslustund eftir að liðið komst í 24-0 í fyrri hálfleiknum. Patrick Mahomes og félagar í Chiefs áttu möguleika á því að vinna fyrstir allra þrjá Super Bowl leiki í röð en buðu í staðinn upp á eina verstu frammistöðuna í sögu Ofurskálarinnar. Þeir náðu að laga stöðuna aðeins með snertimörkum í blálokin og bjarga andlitinu en þó varla. Chiefs liðið hefur ekki verið sannfærandi á leiktíðinni en náði engu að síður að landa hverjum sigrinum á fætur öðrum á seiglunni. Í nótt var hins vegar komið að skuldadögum og öll vandamálin blöstu við. Þeir buðu upp á lélegustu frammistöðuna á tíma Mahomes með liðinu og þetta breyttist fljótt í martröð sem ætlaði engan enda að taka. Það má þó ekki taka það frá leikmönnum Eagles að þeir áttu frábæran leik og hreinlega léku sér að mótherjum sínum á báðum endum vallarins. Hurts maður leiksins Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, var kosinn mikilvægasti leikmaður leiksins, en hann skoraði sjálfur eitt snertimark og átti einnig tvær snertimarkssendingar. Hurts hljóp 72 jarda með boltann sem var það mesta í leiknum og hann stýrði leiknum með glans. Fyrri hálfleikurinn var algjör martröð fyrir sóknarmenn Kansas City. Það gekk ekkert upp og þótt að vörnin hafi komist inn í sendingu og unnið boltann var það ekki nóg til að kveikja í sóknarmönnum liðsins. Þurftu varla á Barkley að halda Þannig tókst varnarmönnum Chiefs að halda hlauparanum Saquon Barkley í skefjum en það kom ekki í veg fyrir að Ernirir náðu góðri forystu. Ástæðan var að sóknarleikurinn hjá Chiefs var við frostmark. Jalen Hurts skoraði fyrsta snertimark leiksins með hinu fræga „Tush Puss“ og vallarmark kom liðnu síðan í 10-0. Útlitið var fyrst slæmt fyrir alvöru þegar afmælisbarnið Cooper DeJean komst inn í sendingu Mahomes og skoraði í beinu framhaldi. DeJean varð sá fyrsti í sögu Super Bowl til að skora á afmælisdeginum sínum. Eagles liðið var komið í 17-0 og fékk tækifæri til að bæta við. Chiefs náði að stoppa þá og fékk síðan mögulega lokasókn fyrri hálfleiks. Hún var ekki löng því Mahomes kastaði boltanum aftur frá sér. Verstu þrjátíu mínúturnar á ferli Mahomes Eagles fékk boltann á besta stað og það endaði með snertimarki hjá útherjanum A. J. Brown. Já, vont gat orðið enn verra. 24-0 undir og verstu þrjátíu mínúturnar á ferli Patrick Mahomes. Eftir fyrri hálfleikinn var staðan er 13-1 í endurnýjunum og 179-23 í jördum. Patrick Mahomes hafði aðeins átt sex heppnaðar sendingar og var búinn að kasta boltanum tvisvar frá sér. Eagles vörnin var frábær og þeir voru með mikla yfirburði á bardagalínunni sem gerði Chiefs mjög erfitt fyrir. Það breyttist lítið sem ekkert í hálfleik því fyrsta sókn Chiefs í seinni hálfleik var lítið betri en allar hinar vonlitlu sóknirnar. Jalen Hurts og félagar svöruðu á móti með fínni sókn sem tók margar mínútur af klukkunni og endaði með vallarmarki. 27 stigum yfir og nú var þetta orðin fjögurra sókna leikur. Öll líkamstjáning leikmanna Chiefs var eins og hjá liði sem er verið að leiða til slátrunar. Staðan var 34-0 Þegar Eagles fékk boltann þá tóku þeir eina bombu og DeVonta Smith skoraði snertimark eftir sendingu frá Hurts. 34-0 er staða sem var erfitt að trúa en var engu að síður blákaldur veruleiki fyrir meistarana. Nýliðinn Xavier Worthy skoraði snertimark fyrir Chiefs rétt fyrir lok þriðja leikhluta en það var bara alltof seint. 28 stiga munur fyrir lokaleikhlutann. Jake Elliott skoraði tvö vallarmörk og Eagles var komið með 40 stig með 34 stiga forystu. Eftir það var minnsta vonarglætan endanlega slokknuð og allir farnir að biða eftir lokum leiksins. DeAndre Hopkins skoraði snertimark og Chiefs lagaði aðeins stöðuna. Það var auðvitað alltof seint en munurinn fór alla vegna niður fyrir þrjátíu stigin. Xavier Worthy átti góðan dag og skoraði sitt annað snertimark eftir 50 jarda bombu frá Mahomes. Tveggja stiga tilraunin heppnast líka og því endaði munurinn bara í átján stigum.
NFL Ofurskálin Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Sjá meira