Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 10:15 KA og Víkingur eru á meðal þeirra félaga sem leggja til fjölgun varamanna. vísir/Diego Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn. Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér. Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Á ársþingi KSÍ fyrir ári síðan var tillaga um sumarfrí, frá stjórn Leikmannasamtaka Íslands, felld með afgerandi hætti. Nú leggja Leikmannasamtökin til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars meti áhrif hlés á andlega og líkamlega heilsu leikmanna, og komi með tillögur um hvernig best væri að útfæra hlé í íslensku deildunum. Þessum starfshópi, ef af stofnun hans verður, er svo ætlað að skila inn skýrslu og tillögu sem kynnt yrði á ársþinginu að ári liðnu. Knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ hefur þegar lýst yfir stuðningi við tillöguna um stofnun starfshóps en það er svo í höndum fulltrúa aðildarfélaganna, sem sækja ársþingið 22. febrúar, að kjósa um þetta líkt og önnur mál. Fleiri varamenn svo yngri leikmenn spili meira Níu félög sem öll eiga lið í Bestu deild karla leggja til að fjölga leyfilegum varamönnum, í efstu deildum karla og kvenna og bikarkeppnum, úr sjö í níu með því skilyrði að að minnsta kosti tveir leikmenn séu á 2. flokks aldri. Eftir að leyfilegum skiptingum var fjölgað úr þremur í fimm hefur varamönnum fjölgað í flestum löndum, og til að mynda eru níu varamenn leyfðir á skýrslu í Albaníu, Belgíu, Danmörku, Englandi, Eistlandi, Írlandi, Lettlandi, Noregi, Portúgal, Skotlandi, Slóvakíu og Svíþjóð. Tilgangur tillögunnar er sagður sá að fjölga tækifærum fyrir yngri leikmenn. Arnar Gunnlaugsson var í banni í stærsta leik síðasta árs eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu í aðdraganda leiksins. Verði ný tillaga Víkinga samþykkt myndi sams konar saga ekki endurtaka sig.vísir/Anton Víkingar úr Reykjavík leggja til að leikmenn sem safnað hafi þremur gulum spjöldum á leiktíð í Bestu deild karla og kvenna eða í Lengjudeild karla, fram að úrslitakeppni, fari ekki í leikbann við fyrsta gula spjald í úrslitakeppni. Breyting sem hefði forðað Arnari frá banni í úrslitaleik Í greinargerð Víkinga er bent á að í núgildandi fyrirkomulagi geti leikmenn sem fengið hafi tiltölulega fá spjöld yfir 22 umferðir átt á hættu að lenda í leikbanni í algjörum úrslitaleikjum, vegna einnar áminningar í úrslitakeppninni. Þetta á ekki bara við um leikmenn því þáverandi þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, missti af úrslitaleiknum við Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra eftir að hafa fengið sína fjórðu áminningu á leiktíðinni. Skagamenn leggja til að erlendir leikmenn utan EES megi vera fimm talsins í hverju liði í stað þriggja áður.vísir/Anton ÍA og Vestri leggja til breytingar varðandi erlenda leikmenn og vilja að fimm erlendir leikmenn frá löndum utan EES verði leyfðir í hverju liði í stað þriggja áður. „Eftir að löggjöf var breitt og leikmenn þjóða innan EES hættu að teljast erlendir þá er ekki eðlilegt að leikmönnum sé sérstaklega mismunað eftir þjóðerni,“ segir í greinargerð félaganna tveggja. Þau benda einnig á það að í efstu deildum karla séu félögin skylduð til að senda inn leikmannalista sem hafi ákveðnar takmarkanir varðandi fjölda erlendra leikmanna. Breytingin sem þau leggja til snýst því um að það eigi til dæmis ekki að skipta máli hvort leikmenn komi frá Svíþjóð eða Simbabve. Um þessar og fleiri tillögur, til að mynda um nýjar siðareglur KSÍ sem beðið hefur verið eftir, má lesa á vef KSÍ með því að smella hér.
Besta deild karla Besta deild kvenna KSÍ Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira