Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:37 West sagðist bæði elska konuna sína og drottna yfir henni. Þá viðurkenndi hann að hafa gengið í skrokk á konu. Getty/Ye á X Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu. X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu.
X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira