Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að Heilsa sé elsta fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfi sig í innflutningi og dreifingu á vítamínum, fæðubótarefnum, vistvænum matvörum, snyrtivörum og hreinlætisvörum. Fyrirtækið sérhæfi sig einnig í samhliða innflutningi á lyfjum og sérvörum fyrir apótek.
„Katrín Ýr er reynslumikill leiðtogi með yfir 15 ára alþjóðlegan bakgrunn úr matvælatækni- og lyfjageiranum. Hún er með M.Sc. í fjármálum og stefnumiðaðri stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún kemur frá JBT Marel, þar sem hún stýrði 150 manna teymi í vörustjórnun, vöruþróun og þjónustu á Íslandi, Bretlandi og Danmörku. Þar gegndi hún einnig lykilhlutverki í stefnumótun, breytingastjórnun og innleiðingu nýrra fyrirtækja. Áður starfaði hún hjá greiningardeild AstraZeneca í Bretlandi og fyrir það hjá Roche í Danmörku, þar sem hún leiddi verðlagningu, útboð og innleiðingu nýrra lyfja í Danmörku og á Íslandi. Auk þess hefur hún kennt stjórnun við Háskólann í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.