„Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 17:20 Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins, ætlar að ræða við bakland sitt og grasrót flokksins á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, segir oddvita hinna flokkanna sem nú ræða saman vera yndislegar konur. Næsta verkefni sé að ræða við baklandið og grasrótina. Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir náði tali af oddvitum VG, Sósíalistaflokks og Flokks fólksins eftir fund fyrir utan heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. Helga Þórðardóttir segir síðustu daga hafa verið eins og rússíbanareið. Þetta eru ansi óvænt tíðindi fyrir þig og búið að vera annasamir dagar? „Ekkert smá, þetta er búið að vera rússíbani og mér finnst eins og þetta sé búið að vera mánuður,“ sagði Helga. Hvernig leggst þessi mögulegi vinstri meirihluti í þig við fyrstu sýn? „Bara yndislegar konur og ef við náum saman þá er það flott. Þetta er náttúrulega stuttur tími sem við höfum þannig við yrðum að hafa ákveðin verkefni,“ sagði hún. Óheppilegur tími „En vitiði það, það er voðalega erfitt að tala um þetta þegar við erum bara með þreifingar og maður er ekki búinn að tala við baklandið sitt. Nú ætla ég að hafa þau með mér,“ sagði Helga. Næst á dagskrá er að tala við baklandið? „Baklandið og grasrótina. Þetta er óheppilegur tími, þingið að byrja og ráðherrarnir að byrja. Svolítið erfitt að ná í fólk á þessum tíma,“ sagði hún. Ef baklandið reynist jákvætt gagnvart þessari hugmynd er ekki einboðið að fara í formlegar meirihlutaviðræður? „Þá förum við náttúrulega að ræða saman en það kemur í ljós,“ sagði hún. Enginn fundur settur á áður en þið ræðið við baklandið? „Nei nei, enginn fundur. Við verðum að hafa fólkið með okkur,“ sagði Helga að lokum.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04
Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka. 11. febrúar 2025 16:23