„Réttlæti er svakalega dýrt“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 19:00 Ásthildur Lóa segir sýslumann hafa haft einbeittan brotavilja þegar hann færði Arion-banka 10,7 milljónir við úthlutun eftir uppboð. Nú hefur hún stefnt ríkinu vegna málsins. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira