Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 10:30 Aron Elís Þrándarson og félagar munu standa í ströngu í Helsinki á morgun. Samsett/Vísir/Twitter Þó að Víkingar neyðist til að eiga sína stóru stund á morgun í Finnlandi, vegna bjargarleysis í vallarmálum á Íslandi, þá ættu aðstæður að henta þeim betur en gríska liðinu Panathinaikos. Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
Eftir sögulegan árangur sinn í Sambandsdeild Evrópu fyrir áramót er nú komið að einvígi Víkinga við stórveldi Panathinaikos, í umspili um sæti í 16-liða úrslitum. Víkingar sömdu við HJK Helsinki um að fá að spila heimaleik sinn á Bolt Arena í finnsku höfuðborginni, þar sem að enginn völlur á Íslandi er leikhæfur og stenst kröfur UEFA. Um er að ræða gervigrasvöll, rétt eins og Víkingar eru vanir að spila heimaleiki sína á öfugt við Panathinaikos, og þar að auki er spáð fjögurra stiga frosti í Helsinki á morgun sem rímar mun betur við íslenskt veðurfar heldur en grískt. Á samfélagsmiðlum Víkings má sjá myndskeið af vellinum sem spilað verður á, en um er að ræða leikvang sem rúmar 10.770 áhorfendur í sæti. Á skilti á leikvanginum eru skilaboð sem í fyrstu gætu virst fjandsamleg, „WELCOME TO HEL“ eða „VELKOMNIR Í HEL“, en þar eru menn að leika sér með það að völlurinn sé í Helsinki. Sverrir Geirdal hitti okkur á BOLT Arena og fræddi okkur um stöðuna og leikinn og lífið. Veisla. ❤️🖤 pic.twitter.com/jRCfhCaZ7O— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Í gær var búið að selja 750 miða á leikinn, samkvæmt Víkingum, en vonast er til þess að fleiri stuðningsmenn bætist við og þá ekki síst úr röðum vinaþjóðar Íslendinga í Finnlandi. Stuðningsmenn Víkings á Íslandi eru hvattir til að safnast saman á Ölveri. Kæru Víkingar, EuroVikes á Íslandi ætla að hittast á Ölver kl. 16:30 á fimmtudaginn. Trúbador hitar hópinn vel upp, burger og bjór á barnum og stórleikur Víkings og Panathinaikos á skjánum. Veisla? Já. Takk.Mæta snemma og syngja vel. Sjáumst á Ölveri! #EuroVikes pic.twitter.com/DXt3eLLAhf— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025 Víkingar eiga að sjálfsögðu afar erfitt verkefni fyrir höndum gegn Sverri Inga Ingasyni og félögum sem eru í 3. sæti grísku úrvalsdeildarinnar. Ekki bætir úr skák að tveir leikmenn Víkings taka út leikbann á morgun, fyrirliðinn Nikolaj Hansen og bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson. Þá glímir Gunnar Vatnhamar við meiðsli og nýjasti varnarmaður liðsins, Róbert Orri Þorkelsson, er einnig meiddur. Þá er um að ræða fyrstu stóru leikina, og reyndar mögulega stærstu leiki í sögu íslensks félagsliðs, hjá Sölva Geir Ottesen sem þjálfara eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu. Miðjumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson hefur auk þess verið seldur til Lech Poznan í Póllandi eftir að hafa verið lykilmaður í Sambandsdeildinni á síðasta ári. Fyrri leikur Víkings og Panathinaikos hefst klukkan 17:45 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Upphitun hefst klukkan 17:20.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira