Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2025 15:50 Lögreglukona stendur nærri vegg sem á hefur verið krotað „Drepum Ísrael“ í Sydney í Ástralíu í desember. AP/Mick Tsikas/AAP Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur. Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur.
Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira