San Pablo Burgos vann þá 87-85 sigur á Palencia eftir að hafa verið fimm stigum undir í hálfleik, 44-39.
Jón Axel Guðmundsson átti góðan leik með Burgos og skoraði 19 stig á rúmum 27 mínútum.
Hann var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti úr fjórum af fimm skotum sinum fyrir utan.
Jón Axel var stigahæstur í sínu liði, skoraði einu stigi meira en Argentínumaðurinn Gonzalo Corbalán.
Jón Axel skoraði líka tvö síðustu stig síns liðs af vítalínunni og kom San Pablo Burgos þá í 87-81 sem dugði síðan til sigurs.