Innlent

Meirihlutaviðræður enn í gangi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um tilraunir til að mynda meirihluta í Reykjavík. 

Formlegar viðræður standa nú yfir og er stefnt að því að taka næstu daga í stíf fundarhöld. Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn meiningarmun á milli flokkanna í mörgum málum.

Þá fylgjumst við með umræðum á Alþingi en þar hófst þingfundur fyrir hádegið. Styrkjamálið svokallaða dúkkaði upp í óundirbúnum fyrirspurnum. 

Og að auki tökum við stöðuna á kennaradeilunni og segjum frá nýju frumvarpi sem gerir flugfélögum skylt að afhenda farþegalista við komuna hingað til lands eins og lögreglan hefur kallað eftir. 

Í íþróttunum verður fókusinn settur á stórleik Víkinga í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×