Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 14:03 Súkklaðið hefur selst upp á aðeins nokkrum klukkutímum. Getty Líkt og oft áður taka ákveðin trend yfir samfélagsmiðlana TikTok og Instagram. Nýjasta æðið er svokallað Dúbaí-súkkulaði sem á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En hvað er svona sérstakt við þetta súkkulaði? Það er ekki nýtt af nálinni að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kauphegðun Íslendinga. Hver man ekki eftir gúrkusalatinu í lok síðasta árs og Prime-drykkina sem allir unglingar urðu bara að smakka? Nú er það Dúbaí-súkkulaðið sem hefur horfið úr hillum verslana Bónus á aðeins nokkrum klukkutímum. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segist enn vera að reyna að ná utan um þessa miklu eftirspurn. Tvær sendningar hafa borist á síðastliðnum vikum og er von á þeirri þriðju í næstu viku. Súkkulaðið er innflutt frá Tyrklandi en verslunin ákvað að prófa að selja góðgætið eftir að starfsmaður í innkaupadeild hafði séð umræðuna á TikTok. Björgvin Víkingsson segist enn vera að ná utan um þessa gífurlega miklu eftirspurn.Stjr Björgvin segir verðið kunna að hljóma skrýtið og í hærra lagi fyrir sælgæti í verslunum Bónus þar sem stykkið kostar 1198 krónur. Þrátt fyrir það hafi fólk keypt tíu til tólf stykki í einu. „Við höfum sjaldan séð svona mikla eftirspurn eftir einhverju, á sama tíma og framboðið er alltaf jafn takmarkað. Við tókum eina sendingu sem við töldum vera frekar stóra, en hún seldist upp á tveimur dögum. Seinni sendingin kom inn síðastliðinn miðvikudag klukkan 10 og var uppseld klukkan 16. Í þetta skiptið dreifðum við vörunni í átta búðir og stilltum magnið í samræmi við það. Við höfðum ekki trúað því hversu hratt þetta seldist upp. Sem skemmtilegt grín má nefna að ég fékk ekki einu sinni eitt stykki sjálfur til að taka með heim,“ segir Björgvin kíminn. „Þetta er galin sala.“ Hefur þú smakkað það sjálfur? „Já, og það kom mér á óvart hversu ótrúlega gott þetta er. Ég var ekki viss hvað ég var að fara út í en skil alveg pínu hæpið. Þetta er allt öðruvísi – þú færð ekkert svipað þessu,“ segir hann. Græn og ómótstæðileg fylling Súkkulaðið er þekkt fyrir ríkulega grænlita fyllingu með sérstaktri áferð sem er búin til úr pistasíukremi og svokölluðu kadayif deigi. Kadayif er eins konar smjördeig sem er notað í bakstur í Miðaustur löndum. Hér að neðan má sjá nokkur innslög af fólki á samfélagsmiðlinum TikTok sem hafa tekið þátt í trendinu. @harpalindh Er þetta 1200kr virði? ♬ original sound - Harpa Lind 🤍 @hagkaupiceland The Original Gourmet Dubai Chocolate lendir í verslunum Hagkaups í dag 🤩🍫 ♬ original sound - Hagkaup Matur Sælgæti Tengdar fréttir Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Sorgleg þróun“ Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Sjá meira
Það er ekki nýtt af nálinni að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á kauphegðun Íslendinga. Hver man ekki eftir gúrkusalatinu í lok síðasta árs og Prime-drykkina sem allir unglingar urðu bara að smakka? Nú er það Dúbaí-súkkulaðið sem hefur horfið úr hillum verslana Bónus á aðeins nokkrum klukkutímum. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónus, segist enn vera að reyna að ná utan um þessa miklu eftirspurn. Tvær sendningar hafa borist á síðastliðnum vikum og er von á þeirri þriðju í næstu viku. Súkkulaðið er innflutt frá Tyrklandi en verslunin ákvað að prófa að selja góðgætið eftir að starfsmaður í innkaupadeild hafði séð umræðuna á TikTok. Björgvin Víkingsson segist enn vera að ná utan um þessa gífurlega miklu eftirspurn.Stjr Björgvin segir verðið kunna að hljóma skrýtið og í hærra lagi fyrir sælgæti í verslunum Bónus þar sem stykkið kostar 1198 krónur. Þrátt fyrir það hafi fólk keypt tíu til tólf stykki í einu. „Við höfum sjaldan séð svona mikla eftirspurn eftir einhverju, á sama tíma og framboðið er alltaf jafn takmarkað. Við tókum eina sendingu sem við töldum vera frekar stóra, en hún seldist upp á tveimur dögum. Seinni sendingin kom inn síðastliðinn miðvikudag klukkan 10 og var uppseld klukkan 16. Í þetta skiptið dreifðum við vörunni í átta búðir og stilltum magnið í samræmi við það. Við höfðum ekki trúað því hversu hratt þetta seldist upp. Sem skemmtilegt grín má nefna að ég fékk ekki einu sinni eitt stykki sjálfur til að taka með heim,“ segir Björgvin kíminn. „Þetta er galin sala.“ Hefur þú smakkað það sjálfur? „Já, og það kom mér á óvart hversu ótrúlega gott þetta er. Ég var ekki viss hvað ég var að fara út í en skil alveg pínu hæpið. Þetta er allt öðruvísi – þú færð ekkert svipað þessu,“ segir hann. Græn og ómótstæðileg fylling Súkkulaðið er þekkt fyrir ríkulega grænlita fyllingu með sérstaktri áferð sem er búin til úr pistasíukremi og svokölluðu kadayif deigi. Kadayif er eins konar smjördeig sem er notað í bakstur í Miðaustur löndum. Hér að neðan má sjá nokkur innslög af fólki á samfélagsmiðlinum TikTok sem hafa tekið þátt í trendinu. @harpalindh Er þetta 1200kr virði? ♬ original sound - Harpa Lind 🤍 @hagkaupiceland The Original Gourmet Dubai Chocolate lendir í verslunum Hagkaups í dag 🤩🍫 ♬ original sound - Hagkaup
Matur Sælgæti Tengdar fréttir Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Menning „Sorgleg þróun“ Lífið Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Lífið „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Sjá meira
Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20