Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2025 09:31 Pat Vellner og Anníe Mist Þórisdóttir eru bæði að reyna að þrýsta á framfarir í öryggismálum á heimsleikunum í CrossFit. @pvellner Pat Vellner, einn besti CrossFit karla heimsins, mun ekki taka þátt í komandi CrossFit tímabili en hann er mótmæla miklum skorti á viðbrögðum CrossFit samtakanna við drukknum keppanda á síðustu heimsleikum. Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner) CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Vellner valdi að fara sömu leið og íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir sem vildi ekki vera með á tímabilinu af siðferðislegum ástæðum. Hún er líka ósátt með skort á gagnsæi, að enginn taki ábyrgð, og vill að það verði gerðar alvöru ráðstafanir í öryggismálum keppenda. Bæði risastór í CrossFit heiminum Bæði eru þau risastór í CrossFit heiminum en mjög vinsæl og hafa líka verið í fremstu röð í mjög langan tíma. Vellner er 34 ára Kanadamaður. Hann endaði í fimmta sæti á síðustu heimsleikum en hefur fimm sinnum komist á verðlaunapall þar af þrisvar endað í öðru sæti, síðast 2023. „Ég hef ákveðið að taka ekki þátt á CrossFit tímabilinu 2025. Stundum er besta leiðin, til að pressa á breytingar, að gera eitthvað í málinu. Í ár ætla ég að taka afstöðu með því að kjósa með fótunum,“ skrifaði Pat Vellner á samfélagsmiðla sína. Erfiðara og erfiðara að réttlæta það „Í mörg ár hef ég eytt gríðarlega miklum tíma, orku og ástríðu í CrossFit tímabilið. Það er alltaf að vera erfiðara og erfiðara að réttlæta það. Ég get ekki haldið áfram að gefa svo mikið af mér fyrir samtök sem virðist ekki hafa áhuga á því að styðja þau sem keppa,“ skrifaði Vellner. „Undanfarin ár höfum við íþróttafólkið unnið saman að því og stanslaust látið í ljós áhyggjur okkar af öryggismálum. Við höfum komið fram með tillögur og lausnir til að bæta öryggi en þeir sem ráða hafa að mestu hunsað okkar tillögur,“ skrifaði Vellner. „Síðasta sumar missti ég vin. Dauði Lazars var harmleikur og margt kom þar til. Ég trúi því að ákvarðanir leiðtoga CrossFit samtakanna áttu sinn þátt í því. Viðbrögð CrossFit samtakanna, eða öllu heldur skortur á þeim, hefur sýnt fram á eitt. Alvöru breytingar eru ekki á leiðinni. Ef íþróttin okkar á að þróast þá þurfum við að hlusta á áhyggjur og tryggja öryggi íþróttafólks okkar. Það á að vera í forgangi í það þess að vera ýtt til hliðar, gert lítið úr eða alveg hunsað,“ skrifaði Vellner. Hættur að öskra út í tómarúmið „Ég er hættur að bíða þolinmóður og treysta ferlinu. Ég er hættur að öskra út í tómarúmið,“ skrifaði Vellner. Hann tekur það fram að hann sé ekki hættur að keppa í CrossFit heldur muni hann keppa meira en aldrei fyrr. Hann ætlar bara að sleppa því að keppa á vegum CrossFit samtakanna. „Ég ætla að fjárfesta orku minni í fólk sem ég elska og hjá þeim sem kunna að meta íþróttafólk og heiðarlega keppni,“ skrifaði Vellner. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Patrick Vellner (@pvellner)
CrossFit Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira