„Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 18:54 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. Vísir/Stefán Margir gengu ósáttir út af hitafundi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagi gerir athugasemdir við fundarstjórn en formaðurinn segir miður að einhverjir hafi ekki komist inn á fundinn. Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira