Fótbolti

Ný­liðar Aftur­eldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Mosfellingum í kvöld.
Það var gaman hjá Mosfellingum í kvöld. Vísir/Anton Brink

Afturelding vann 6-3 sigur á FH í Lengjubikar karla í fótbolta í kvöld en nýliðarnir komust í 6-0 í leiknum.

Mosfellingar komust í 4-0 á fyrstu 39 mínútum leiksins. Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu Bjartur Bjarmi Barkarson og Arnór Gauti Ragnarsson.

Varamaðurinn Andri Freyr Jónasson skoraði síðan tvisvar á þremur mínútum í seinni hálfleiknum og kom Aftureldingu í 6-0.

FH lagaði stöðuna með því að skora þrisvar á síðustu ellefu mínútum leiksins.

Mörkin skoruðu þeir Dagur Traustason, Sigurður Bjartur Hallsson og Gils Gíslason.

Afturelding hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum og skorað í þeim tíu mörk. Aron Jóhannsson og Hrannar Snær Magnússon er báðir búnir að skora þrjú mörk í þessum leikjum.

FH hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum því liðið tapaði 1-0 á móti ÍR.

Þóroddur Víkingsson tryggði Fylki 1-0 sigur á Fram með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap Framara í keppninni eftir sigur í tveimur fyrstu leikjum sínum. Fylkir gerði jafntefli í fyrsta leik og vann því sinn fyrsta sigur í kvöld.

Þróttur vann 3-1 sigur á Fjölni í þriðja leik kvöldsins. Þróttarar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og skorað í þeim sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×