Þröstur tekur við Bændablaðinu Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 12:12 Þröstur Helgason. Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum. Í tilkynningu frá Bændasamtökunum, sem rekur Bændablaðið, kemur fram að Þröstur eigi að baki langan feril í blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fjölmiðla. Hann hafi verið dagskrárstjóri Rásar 1 í níu ár, þar til árið 2023. Þar áður hafi hann starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og meðal annars sem ritstjóri Lesbókar. „Hann hefur komið að útgáfustarfsemi með ýmsum hætti og síðustu tvö ár rekið bókaforlagið KIND útgáfu. Þröstur er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og hefur sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann er höfundur þriggja bóka,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Bændablaðið sé mest lesni prentmiðill landsins og sé með yfir fjörutíu prósenta meðallestur á landsbyggðinni. Miðillinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í dreifðari byggðum. Í tilkynningunni er haft eftir Þresti að hann sé spenntur fyrir því að taka við Bændablaðinu. „Bændablaðið er traust og gott blað með mikinn lestur. Ég hlakka til að halda áfram því frábæra starfi sem þarna hefur verið unnið undanfarin ár. Mér finnst vinsældir blaðsins segja mikið um þann góða hug sem landsmenn bera til bænda og málefna landsbyggðarinnar. Mér þykir afar vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu og hlakka til að taka við þessu frábæra blaði.“ Einnig er haft eftir Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að þar á bæ sé tilhlökkun yfir því að starfa með Þresti. „Við kveðjum Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, fráfarandi ritstjóra, með söknuði. Hún hefur unnið afar öflugt starf í þágu fjölmiðilsins og leitt á þann málsmetandi stað sem Bændablaðið er í dag, sem mest lesni prentmiðill landsins. Ásýnd og hróður Bændablaðsins hefur aldrei verið meiri enda hafa efnistök og gæði blaðsins orðið enn betri á síðustu árum. Ég óska henni velfarnaðar í sínum framtíðarverkefnum. Það er því afar mikill fengur fyrir Bændasamtökin að fá jafn reynslumikinn mann eins og Þröst til starfa. Við bjóðum hann velkominn til starfa og erum sannfærð um að Þröstur muni gera gott blað enn betra. Þekking hans og reynsla í störfum sínum á fjölmiðlum mun nýtast í að efla umræðuna um landbúnaðinn og landsbyggðina.“ Fjölmiðlar Landbúnaður Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Sjá meira
Í tilkynningu frá Bændasamtökunum, sem rekur Bændablaðið, kemur fram að Þröstur eigi að baki langan feril í blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fjölmiðla. Hann hafi verið dagskrárstjóri Rásar 1 í níu ár, þar til árið 2023. Þar áður hafi hann starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og meðal annars sem ritstjóri Lesbókar. „Hann hefur komið að útgáfustarfsemi með ýmsum hætti og síðustu tvö ár rekið bókaforlagið KIND útgáfu. Þröstur er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og hefur sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann er höfundur þriggja bóka,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Bændablaðið sé mest lesni prentmiðill landsins og sé með yfir fjörutíu prósenta meðallestur á landsbyggðinni. Miðillinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í dreifðari byggðum. Í tilkynningunni er haft eftir Þresti að hann sé spenntur fyrir því að taka við Bændablaðinu. „Bændablaðið er traust og gott blað með mikinn lestur. Ég hlakka til að halda áfram því frábæra starfi sem þarna hefur verið unnið undanfarin ár. Mér finnst vinsældir blaðsins segja mikið um þann góða hug sem landsmenn bera til bænda og málefna landsbyggðarinnar. Mér þykir afar vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu og hlakka til að taka við þessu frábæra blaði.“ Einnig er haft eftir Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að þar á bæ sé tilhlökkun yfir því að starfa með Þresti. „Við kveðjum Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, fráfarandi ritstjóra, með söknuði. Hún hefur unnið afar öflugt starf í þágu fjölmiðilsins og leitt á þann málsmetandi stað sem Bændablaðið er í dag, sem mest lesni prentmiðill landsins. Ásýnd og hróður Bændablaðsins hefur aldrei verið meiri enda hafa efnistök og gæði blaðsins orðið enn betri á síðustu árum. Ég óska henni velfarnaðar í sínum framtíðarverkefnum. Það er því afar mikill fengur fyrir Bændasamtökin að fá jafn reynslumikinn mann eins og Þröst til starfa. Við bjóðum hann velkominn til starfa og erum sannfærð um að Þröstur muni gera gott blað enn betra. Þekking hans og reynsla í störfum sínum á fjölmiðlum mun nýtast í að efla umræðuna um landbúnaðinn og landsbyggðina.“
Fjölmiðlar Landbúnaður Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Sjá meira