Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 11:40 Martin Hermannsson á ferðinni í leik gegn Tyrkjum fyrir ári síðan. Getty/Arife Karakum Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska landsliðshópinn í körfubolta fyrir leikina sem ráða því hvort Ísland verður með í lokakeppni EM sem hefst í lok ágúst. Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Ísland mætir Ungverjalandi í Szombathely næsta fimmtudag, klukkan 17 að íslenskum tíma, og lýkur svo undankeppninni á að mæta Tyrklandi í Laugardalshöll næsta sunnudagskvöld klukkan 19:30 (miðasala er í gegnum Stubb). Ísland er í 3. sæti B-riðils með sex stig, eftir tvo sigra og tvö töp, en gefin eru tvö stig fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ítalía og Tyrkland eru efst með sjö stig hvort en Ungverjaland er neðst með fjögur stig. Ísland er í þessari góðu stöðu eftir sigurinn magnaða gegn Ítalíu ytra í nóvember. Eru einu skrefi frá EM Þrjú efstu liðin komast í lokakeppni EM. Þetta þýðir að ef að Ísland vinnur Ungverjaland, eða tapar með að hámarki fjögurra stiga mun (eftir 70-65 heimasigur Íslands fyrir ári), endar liðið fyrir ofan Ungverja og kemst á EM. Ef Ísland tapar með meira en fimm stiga mun gegn Ungverjum þyrfti liðið að vinna Tyrkland til að komast á EM, eða treysta á að Ungverjaland tapaði fyrir Ítalíu á útivelli sama kvöld. Martin er sá eini sem kemur nýr inn í hópinn nú, eftir leikina tvo við Ítalíu í nóvember. Fyrir þá leiki voru sautján leikmenn valdir í æfingahóp en þeir Frank Aron Booker, Hjálmar Stefánsson, Sigurður Pétursson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson eru ekki í þrettán manna hópnum sem Craig Pedersen valdi að þessu sinni. Landsliðshópur Íslands: Bjarni Guðmann Jónsson – Stjarnan – 3 leikir Elvar Már Friðriksson - Maroussi Basketball Club – 72 leikir Haukur Helgi Briem Pálsson – Álftanes – 76 leikir Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 18 leikir Jón Axel Guðmundsson - Hereda San Pablo Burgos – 34 leikir Kári Jónsson – Valur – 34 leikir Kristinn Pálsson – Valur – 35 leikir Martin Hermannsson – Alba Berlin – 75 leikir Orri Gunnarsson – Stjarnan – 9 leikir Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 35 leikir Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons-Hainaut – 18 leikir Tryggvi Hlinason - Bilbao Basket – 67 leikir Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan – 89 leikir
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira