Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. febrúar 2025 15:28 Veðrið hefur leikið skíðaáhugamenn grátt þennan febrúarmánuðinn. Vísir/Einar Rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að það þurfi að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi en aðeins hefur verið hægt að hafa opið í Bláfjöll einn dag af sextán í mánuðinum. Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Einar Bjarnason segir þó að hann sé langt frá því að vera bugaður og að hann og allir starfsmenn skíðasvæðisins séu tilbúnir í stútfullt fjall um leið og vindinn lægir. „Sextán dagar og einn opinn. Í fyrra vorum við með opið í fimmtán daga af 29 mögulegum í febrúar. Þetta er aðeins öðruvísi,“ segir hann en tilefni símtals blaðamanns var færsla Einars á síðu skíðasvæðisins á Facebook. Hvergi bugaður Þar tilkynnir hann að lokað verði í fjallið í dag vegna roks. „En þessi blessaði mánuður fer að komast í sögubækurnar fyrir almenn leiðindi, það er nokkuð ljóst,“ skrifaði Einar svo. Framleiddi snjórinn hefur komið sér vel þegar lítið snjóar.Vísir/Einar Hann segist þó síður en svo vera bugaður. „Bugaður? Langt því frá. Ef þú ert bugaður í mínu starfi þá þarftu að hætta strax. Þú þarft að vera með bjartsýnustu mönnum til að reka skíðasvæði á Íslandi,“ segir Einar. Hann segir að þó illviðri fylgi auðvitað gjarnan janúarmánuði sé alltaf skíðavænt inni á milli og að aðsóknarmet hafi verið slegið nú í janúar og á milli jóla og nýárs. Það var opið í Bláfjöllum í átján daga og hátt í fimmtíu þúsund gestir gerðu sér ferð þangað upp eftir. Gluggaveður setur strik í reikninginn Einar segir fólk oft eiga erfitt með að skilja að það sé lokað á fallegum, sólskinsdegi líkt og þessum en það getur verið erfitt að sjá vindinn í fjallinu þegar horft er frá höfuðborgarsvæðinu eða á vefmyndavélunum. „Það er orðið kalt upp frá og í sjálfu sér geggjaðar aðstæður en það er bara svo svaðalega hvasst. Ég var upp frá í dag og vindmælirinn var að fara í rétt tæpa 50 kílómetra á klukkustund. En svo er auðvitað bara sól og bjart eins og í bænum. Geggjað gluggaveður,“ segir hann. Einar vonar að hann fari nú að lægja bráðum.Vísir/Einar „Fólk kíkir upp eftir eða horfir í vefmyndavélina og spyr: „Af hverju er lokað, hvað er að?“ Þetta er það sem maður fær. Fólk veltir því fyrir sér hvort við höfum almennt áhuga á að hafa fjallið tómt en auðvitað viljum við hafa fjallið fullt. Þá er gaman,“ segir Einar. Vilja slá met Hann segist þó vona að vindinn fari að lægja svo hægt verði að bjóða fólki í skíði á meðan enn er snjór til fjalla. Markið sé alltaf sett hátt. „Þetta má fara að hætta því við viljum fara yfir 100 þúsund gesti. Við fórum yfir 100 þúsund í fyrra og það var metár og við viljum fara yfir það. Við verðum að setja markið hátt annars er ekki gaman að þessu,“ segir Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira