Gerendur yngri og brotin alvarlegri Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 17:51 Fyrr í mánuðinum varð ungmenni fyrir árás í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Um helgina var fjallað um hóp drengja sem rændu úlpu af fimmtán ára dreng. Tveir strákar voru á gangi í undirgöngum skammt frá Smáralind þegar sex drengir hóta þeim og ræna úlpu annars. Í vasanum var hann með þráðlaus heyrnatól frá Apple. Sjá nánar: Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu „Þetta hefur alltaf verið til en mín tilfinning er kannski sé sú að þetta sé að aukast,“ segir Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur í Reykjavík síðdegis. Samkvæmt ársskýrslu Ríkislögreglustjóra síðasta árs fari líkamsárásum fækkandi. „Líkamsárásum hefur fækkað en þegar þær verða þá verða þær alvarlegri,“ segir Eyþór. Gerendur sé þá að verða yngri. „Ég kannast nú við eina sem að þekkir til þarna í Mjóddar-málinu og við vorum að ræða þetta sem gerðist síðast í undirgöngunum [hjá Smáralind]. Ég ætla ekki að fullyrða það en einhvers staðar heyrði ég að þetta væri sami hópurinn.“ Sjá nánar: Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stelpa úlpu Fleiri ábendingar um úlpustuldur borist Fréttastofu hefur einnig borist ábending um fleiri atvik sem varða sama hóp. Móðir í Kópavogi segir son sinn og vini hafa lent í sama hóp. Fimm strákar á aldrinum tólf til þrettán ára voru á leið í bíó um kvöld í Smáralind. Þeir mæta fimm unglingsstrákum, um fimmtán til sextán ára, í innganginum á Smáralind. Að sögn móðurinnar var einn drengur í hópi þeirra yngri með merkjavöruhúfu og annar í merkjavöruúlpu. Unglingarnir hafi tekið húfuna af fyrri drengnum og neitað að skila henni. Þá hafi þeir tekið hinn drenginn fastann og skipað honum að fara úr úlpunni. Hópurinn hafi skilað húfunni og sleppt hinum drengnum eftir að fullorðinn maður mætti á staðinn. „Þeir eru svo heppnir að það er maður þarna sem stöðvar þá,“ segir móðirin í samtali við fréttastofu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Engir hlutir það dýrir að það sé virði heilsu eða mannslífi Eyþór segir hegðunina vera birtingarmynd mikillar vanlíðan. Þá segir hann að með því að koma í veg fyrir þessi minni atvik sé hægt að koma í veg fyrir að eitthvað alvarlegt gerist. „Ég veit að það er verið að vinna mikið í þessu máli og önnur málum, þetta er ekki bara þessi hópur. En þetta er flókið og koma margir að málunum,“ segir Eyþór. Hann ráðleggur fólki að, ef það lendi í samskonar aðstæðum, að afhenda hlutina, forða sér og reyna ná í lögreglu. Þá geti fólk líka verið vart um sig en hann vill þó ekki draga úr því að fólk fari ferða sinna í myrkri. Það sé nú myrkur tuttugu tíma á sólarhring í nokkra mánuði. „Láta hluti bara af hendi, það er ekkert svo dýrt að það sé meira virði en heilsa manns eða líf.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofbeldi barna Lögreglumál Reykjavík síðdegis Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðs „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira