Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2025 07:43 Hendricks sagði þörfina fyrir að vera hann sjálfur meira knýjandi en áhyggjur af öryggi sínu. Muhsin Hendricks, sem var þekktur fyrir að vera fyrsti imaminn til að koma út úr skápnum opinberlega, var skotinn til bana í Suður-Afríku á laugardag. Hinn 57 ára Hendricks fór fyrir mosku í Höfðaborg þar sem samkynhneigðir múslimar og aðrir jaðarhópar áttu öruggt skjól. Samkvæmt lögreglu var setið fyrir bifreið sem Hendricks var í. Tveir einstaklingar eru sagðir hafa skotið á bifreiðina, með þeim afleiðingum að Hendricks lést. Morðið hefur vakið athygli og óhug í hinsegin samfélaginu og Julia Ehrt, framkvæmastjóri International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association (Ilga) segir nauðsynlegt að yfirvöld rannsaki málið í þaula. Óttast sé að um hatursglæp hafi verið að ræða. „Hann studdi og var fyrirmynd svo margra í Suður-Afríku og um allan heim á vegferð þeirra til að finna sig í trúnni og líf hans hefur verið vitnisburður um þá heilun sem eining þvert á samfélög getur fært,“ hefur BBC eftir Ehrt. Fregnir herma að Hendricks hafi verið myrtur eftir að hann gaf saman lesbískt par. Samkvæmt BBC olli það nokkru uppnámi meðal múslima í Höfðaborg þegar Hendricks kom opinberlega út úr skápnum árið 1996. Suður-Afríka var fyrsta Afríkuríkið til að lögfesta hjónaband samkynja para en fordómar og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki eru enn vandamál í landinu. Suður-Afríka Hinsegin Trúmál Andlát Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hinn 57 ára Hendricks fór fyrir mosku í Höfðaborg þar sem samkynhneigðir múslimar og aðrir jaðarhópar áttu öruggt skjól. Samkvæmt lögreglu var setið fyrir bifreið sem Hendricks var í. Tveir einstaklingar eru sagðir hafa skotið á bifreiðina, með þeim afleiðingum að Hendricks lést. Morðið hefur vakið athygli og óhug í hinsegin samfélaginu og Julia Ehrt, framkvæmastjóri International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association (Ilga) segir nauðsynlegt að yfirvöld rannsaki málið í þaula. Óttast sé að um hatursglæp hafi verið að ræða. „Hann studdi og var fyrirmynd svo margra í Suður-Afríku og um allan heim á vegferð þeirra til að finna sig í trúnni og líf hans hefur verið vitnisburður um þá heilun sem eining þvert á samfélög getur fært,“ hefur BBC eftir Ehrt. Fregnir herma að Hendricks hafi verið myrtur eftir að hann gaf saman lesbískt par. Samkvæmt BBC olli það nokkru uppnámi meðal múslima í Höfðaborg þegar Hendricks kom opinberlega út úr skápnum árið 1996. Suður-Afríka var fyrsta Afríkuríkið til að lögfesta hjónaband samkynja para en fordómar og ofbeldi gagnvart hinsegin fólki eru enn vandamál í landinu.
Suður-Afríka Hinsegin Trúmál Andlát Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira