KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 11:33 HSÍ hefur þegar þurft að standa straum af umtalsverðum kostnaði árið 2025 því strákarnir okkar voru að vanda á ferðinni í janúar og höfnuðu í 9. sæti á HM. VÍSIR/VILHELM Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband. Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir. KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir.
KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira