Körfubolti

Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skóla­bekk fyrir Ungverjaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Pálsson, Jón Axel Guðmundsson, Styrmir Snær Þrastarson og Haukur Helgi Pálsson hlusta sér á Baldur fara yfir málin.
Kristinn Pálsson, Jón Axel Guðmundsson, Styrmir Snær Þrastarson og Haukur Helgi Pálsson hlusta sér á Baldur fara yfir málin. KKÍ

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik á móti Ungverjum í undankeppni Evrópumótsins annað kvöld. Leik sem gæti skilað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn.

Íslenska liðið hefur verið að æfa hjá Alba Berlin í Þýskalandi til að undirbúa sig fyrir leikinn.

Síðasti leikur íslensku strákanna var stórkostlegur sigur liðsins á Ítalíu á útivelli þar sem liðið hitti vel fyrir utan en spilaði síðast en ekki síst stórbrotinn varnarleik á móti ítölsku stórstjörnunum.

Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hrósað aðstoðarþjálfara sínum Baldri Þór Ragnarssyni fyrir að setja upp varnarleik íslenska liðsins.

Það er aftur þörf á Baldri nú sem fær það verkefni að setja upp varnarleikinn á móti Ungverjum.

KKÍ sýndi myndir frá fundi Baldurs með leikmönnum og hinum þjálfurum íslenska liðsins þar sem hann lagði línurnar.

Samfélagsmiðlafólk KKÍ grínaðist með það að þarna hafi þeir farið „Á skólabekk“ eins og þeir byrja færslu sína. Á myndunum má sjá Baldur Þór leiða íslenska liðið í gegnum valdar áherslur fyrir leik fimmtudagsins.

Það var ekki annað að sjá en strákarnir hafi hlustað vel á það sem Baldur hafði að segja enda Ítalíuleikurinn enn ferskur í minni þar sem svo margt af því gekk upp.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×