Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:51 Arnór er kominn í heiðbláa treyju Malmö. Mynd/Malmö FF Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti. Sænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Malmö í dag. Greint er frá á miðlum sænska félagsins. Hann er því snúinn aftur til Svíþjóðar eftir að hafa leikið með Norrköping 2017 til 2018 og aftur sem lánsmaður frá CSKA Moskvu 2022 til 2023. Í kynningarmyndbandi á samfélagsmiðlum Malmö talar Arnór á íslensku og segir: „Þetta er minn nýji heimavöllur. Ég er hér til að vinna titla.“ 🇮🇸 Han är här för att spela för mesta mästarna. pic.twitter.com/XcO9A4c4P6— Malmö FF (@Malmo_FF) February 19, 2025 „Ég er mjög glaður og þakklátur. Þetta er stórt félag með virkilega góða einstaklinga innanborðs. Það berst um titla og spilar í Evrópu. Að vera hluti af því er góð tilfinning,“ er haft eftir Arnóri í yfirlýsingu Malmö. Malmö lagði mikið í að fá Arnór í raðir félagsins og virðist ánægja ríkja með komu hans, þó stuðningsmenn Norrköping séu ekki eins kátir. „Arnór er leikmaður sem hefur áður sýnt í Allsvenskunni hver mikil gæði hann hefur. Hann hefur einnig spilað í öðrum deildum og sankað að sér dýrmætri reynslu sem mun hjálpa okkur í deild og Evrópu,“ er haft eftir Daniel Andersson, íþróttastjóra félagsins. Arnór fékk sig lausan frá Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hann var skilinn eftir utan leikmannahóps liðsins í deildinni eftir að félagsskiptaglugginn í janúar lokaði. Hann komst að samkomulagi um samningsslit á dögunum og hefur leitað nýs félags síðan. Sú leit stóð ekki lengi og stökk Malmö til. Hjá Malmö hittir Arnór annan Íslending, Daníel Tristan Guðjohnsen, son Eiðs Smára Guðjohnsen. Áður hafa Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson leikið fyrir félagið við góðan orðstír. Sverrir Sverrisson og Ólafur Örn Bjarnason voru þá samningsbundnir félaginu um aldamót og spiluðu með því örfáa leiki. Guðmundur Viðar Mete og Ómar Jóhannsson voru í unglingaliði félagsins um svipað leyti.
Sænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira