Danir ausa milljörðum í varnarmál Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 22:52 Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti fyrr í dag aukin útgjöld til varnamála Danmerkur upp á fimmtíu milljarða danskra króna eða tæplega þúsund milljarðar íslenskra króna. Upphæðin verður greidd á næstu tveimur árum. Á síðasta ári jók ríkisstjórnin útgjöld til varnarmála um tvö hundruð milljarða danskra króna, tæplega fjórar billjónir íslenskar krónur. Sú fjárhæð átti að vera greidd yfir tíu ára tímabil. Nú hefur áðurnefndum fimmtíu milljörðum verið bætt við þá upphæð. „Kaupa, kaupa, kaupa. Það er einn hlutur sem skiptir máli núna og það er hraði, því við erum virkilega eftir á. Við verðum að leggja til hliðar margar af þeim verklagsreglum sem líklega voru búnar til með góðum ásetningi en tilheyra öðrum tíma,“ segir Mette Frederiksen í umfjöllun danska ríkisútvarpsins. Undanfarin ár hafa Danir ekki eytt háum fjárhæðum í her landsins. Engin starfandi lofther er í landinu og að sögn hernaðarsérfræðinga og embættismanna þarf virkilega að bæta sjóherinn. Frederiksen var fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna á svokölluðum neyðarfundi Emmanuels Macron Frakklandsforseta á mánudag. Umræðuefni fundarins voru öryggismál í Evrópu og friðarviðræður Rússa og Bandaríkjamanna í Úkraínustríðinu. Eftir fundinn sagði hún að Danmörk og öll Evrópa þyrfti að vígbúast til að forðast frekari stríð. „Þá er hætta á því að vopnahlé hafi ekki frið í för með sér heldur kemur öðrum Evrópulöndum í enn þá hættulegri stöðu. Því Rússland gæti notað slíkt vopnahlé, sé það á fölskum forsendum, til að vígbúast, byrja upp á nýtt og ráðast á annað land,“ sagði hún eftir fundinn. Sjá nánar: Evrópa þurfi að vígbúast
Danmörk Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira