Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur hefur sterka rödd í CrossFit samfélaginu en hvort hún heyrist upp í fílabeinsturn CrossFit samtakanna er allt önnur saga. @anniethorisdottir Það hefur fjölgað í hópi þeirra CrossFit stjarna sem ætla ekki að taka þátt í komandi CrossFit tímabili til að mótmæla stöðu mála hvað varðar öryggi og aðstöðu keppenda á heimsleikunum. Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste
CrossFit Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira