Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 10:31 Elvar Már Friðriksson fagnar sigrinum ótrúlega á Ítölum í síðasta leik íslenska landsliðsins. FIBA Basketball 20. febrúar 2025 gæti verið einn af þessum stóru dögum í íslenskum körfubolta því í kvöld getur íslenska körfuboltalandsliðið tryggt sig inn á Evrópumótið næsta haust. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta væri þá komið á Eurobasket í þriðja sinn en liðið var einnig með 2015 og 2017. Íslenska liðið tryggði sig fyrst inn á Eurobasket 27. ágúst 2014 og komast á annað mótið í röð 17. september 2016. Þessi dagur gæti bæst í hópinn. Íslenska liðið hefur misst af tveimur síðustu Evrópumótum en frábær frammistaða liðsins í þessari undankeppni hefur komið íslensku strákunum í frábæra stöðu. Svo góð er staðan að liðið má tapa leiknum í kvöld en gæti samt fagnað sæti á Eurobasket eftir leikinn. Íslensku strákarnir eru tveimur sigurleikjum og fimm stiga betri stöðu í innbyrðis leikjum á undan Ungverjum í baráttunni um síðasta sætið inn á Eurobasket. Ísland vann fyrri leikinn á móti Ungverjalandi með fimm stigum í Laugardalshöllinni, 70-65, en liðin mætast aftur í kvöld. Ungverjar verða að vinna með sex stigum eða meira til að eiga enn möguleika á sætinu á EM. Vinni Ungverjar með fimm stigum þá verða liðin jöfn innbyrðis og þá telur heildarnettó og þar þarf mikið að gerast í þessum tveimur síðustu umferðum til að íslenska liðið missi niður 44 stiga forskot. Tapi íslenska liðið með sex stigum eða meira þá fær það líka annað tækifæri til að tryggja sig inn á EM þegar Tyrkir koma í heimsókn í Laugardalshöllina á sunnudaginn. Íslenska liðið er í þessari lykilstöðu þökk sé mögnuðum útisigri á Ítalíu í síðasta leik. Ungverjar hafa aftur á móti tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst vel með gangi mála hér inn á Vísi. Það eru þannig fjórar leiðir fyrir íslensku strákana inn á Evrópumótið og þær eru teknar saman hér fyrir neðan. Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Svona kemst íslenska körfubolta landsliðið á Eurobasket 2025: 1) Ísland vinnur Ungverjaland í kvöld 2) Ísland tapar með 4 stigum eða minna á móti Ungverjalandi í kvöld 3) Ísland vinnur Tyrkland á sunnudaginn 4) Ungverjaland vinnur ekki Ítala á útivelli á sunnudaginn
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira