Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 12:01 Martin Hermannsson á fleygiferð í síðasta landsleiknum sínum sem var naumt tap á móti Tyrkjum fyrir ári síðan. Getty/Esra Bilgin Íslenska körfuboltalandsliðið mætir með ás upp í erminni í Ungverjalandi í kvöld því Martin Hermannsson er mættur til að hjálpa strákunum að taka síðasta skrefið inn á Eurobasket. Martin hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og af þeim sökum og öðrum hefur hann misst af 24 af 30 leikjum liðsins undanfarin fimm ár. Nú er hann aftur á móti klár í slaginn og sigur á Ungverjum gulltryggir íslenska liðinu sæti á EM næsta haust. Martin er einn af þremur í íslenska liðinu sem hefur verið með á báðum Eurobasket mótum Íslands en hann, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson geta orðið þeir fyrstu til að taka þátt í þremur Evrópumótum með íslenska landsliðinu. Það hefur líka gengið vel með Martin í síðustu sjö landsleikjum sem hann hefur spilað. Íslenska liðið hefur fagnað sigri í fimm þeirra og annar tapleikjanna var grátlegt eins stigs tap fyrir Tyrkjum í Istanbul í fyrra. Með Martin innanborðs hafa strákarnir aftur á móti unnið Svisslendinga, Portúgala, Hollendinga, Ítala og Ungverja í undankeppnum stórmóta undanfarin ár. Eini skellurinn var 24 stiga tap á útivelli á móti Sviss í ágúst 2019 en Martin gerði þó sitt því hann var með 28 stig og 75 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Martin var í hóp í leikjum við Ítala í febrúar 2022 og Rússland í nóvember 2021 en kom ekki inn á völlinn. Hann fær þar skráða landsleiki en þar sem hann var hvíldur í þessum leikjum þá tökum við þá ekki inn í þessa samantekt. Leikurinn á móti Ungverjum hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst með honum inn á Vísi. Martin Hermannsson hefur því miður misst af mörgum landsleikjum undanfarin ár þar á meðal á móti Rússum í Sánkti Pétursburg í nóvember 2021.Getty/Mike Kireev Síðustu sjö spilaðir leikir Martins Hermannssonar með íslenska landsliðinu: 10. ágúst 2019 83-82 sigur á Sviss Martin með 16 stig og 3 stoðsendingar - 17. ágúst 2019 96-68 sigur á Portúgal Martin með 19 stig og 7 stoðsendingar - 21. ágúst 2019 85-109 tap fyrir Sviss Martin með 28 stig og 3 stoðsendingar - 26. nóvember 2021 79-77 sigur á Hollandi Martin með 27 stig og 3 stoðsendingar - 24. febrúar 2022 107-105 sigur á Ítalíu Martin með 23 stig og 7 stoðsendingar - 22. febrúar 2024 70-65 sigur á Ungverjalandi Martin með 17 stig og 4 stoðsendingar - 25. febrúar 2025 75-76 tap fyrir Tyrklandi Martin með 15 stig og 4 stoðsendingar - Meðaltöl Martins í þessum sjö leikjum: Stig: 21,5 Stoðsendingar: 4,7 Skotnýting: 49% Þriggja stiga nýting: 44% (12 af 27) Vítanýting: 94% (33 af 35) Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
Martin hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og af þeim sökum og öðrum hefur hann misst af 24 af 30 leikjum liðsins undanfarin fimm ár. Nú er hann aftur á móti klár í slaginn og sigur á Ungverjum gulltryggir íslenska liðinu sæti á EM næsta haust. Martin er einn af þremur í íslenska liðinu sem hefur verið með á báðum Eurobasket mótum Íslands en hann, Ægir Þór Steinarsson og Haukur Helgi Pálsson geta orðið þeir fyrstu til að taka þátt í þremur Evrópumótum með íslenska landsliðinu. Það hefur líka gengið vel með Martin í síðustu sjö landsleikjum sem hann hefur spilað. Íslenska liðið hefur fagnað sigri í fimm þeirra og annar tapleikjanna var grátlegt eins stigs tap fyrir Tyrkjum í Istanbul í fyrra. Með Martin innanborðs hafa strákarnir aftur á móti unnið Svisslendinga, Portúgala, Hollendinga, Ítala og Ungverja í undankeppnum stórmóta undanfarin ár. Eini skellurinn var 24 stiga tap á útivelli á móti Sviss í ágúst 2019 en Martin gerði þó sitt því hann var með 28 stig og 75 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Martin var í hóp í leikjum við Ítala í febrúar 2022 og Rússland í nóvember 2021 en kom ekki inn á völlinn. Hann fær þar skráða landsleiki en þar sem hann var hvíldur í þessum leikjum þá tökum við þá ekki inn í þessa samantekt. Leikurinn á móti Ungverjum hefst klukkan 17.00 í dag og það verður fylgst með honum inn á Vísi. Martin Hermannsson hefur því miður misst af mörgum landsleikjum undanfarin ár þar á meðal á móti Rússum í Sánkti Pétursburg í nóvember 2021.Getty/Mike Kireev Síðustu sjö spilaðir leikir Martins Hermannssonar með íslenska landsliðinu: 10. ágúst 2019 83-82 sigur á Sviss Martin með 16 stig og 3 stoðsendingar - 17. ágúst 2019 96-68 sigur á Portúgal Martin með 19 stig og 7 stoðsendingar - 21. ágúst 2019 85-109 tap fyrir Sviss Martin með 28 stig og 3 stoðsendingar - 26. nóvember 2021 79-77 sigur á Hollandi Martin með 27 stig og 3 stoðsendingar - 24. febrúar 2022 107-105 sigur á Ítalíu Martin með 23 stig og 7 stoðsendingar - 22. febrúar 2024 70-65 sigur á Ungverjalandi Martin með 17 stig og 4 stoðsendingar - 25. febrúar 2025 75-76 tap fyrir Tyrklandi Martin með 15 stig og 4 stoðsendingar - Meðaltöl Martins í þessum sjö leikjum: Stig: 21,5 Stoðsendingar: 4,7 Skotnýting: 49% Þriggja stiga nýting: 44% (12 af 27) Vítanýting: 94% (33 af 35)
Síðustu sjö spilaðir leikir Martins Hermannssonar með íslenska landsliðinu: 10. ágúst 2019 83-82 sigur á Sviss Martin með 16 stig og 3 stoðsendingar - 17. ágúst 2019 96-68 sigur á Portúgal Martin með 19 stig og 7 stoðsendingar - 21. ágúst 2019 85-109 tap fyrir Sviss Martin með 28 stig og 3 stoðsendingar - 26. nóvember 2021 79-77 sigur á Hollandi Martin með 27 stig og 3 stoðsendingar - 24. febrúar 2022 107-105 sigur á Ítalíu Martin með 23 stig og 7 stoðsendingar - 22. febrúar 2024 70-65 sigur á Ungverjalandi Martin með 17 stig og 4 stoðsendingar - 25. febrúar 2025 75-76 tap fyrir Tyrklandi Martin með 15 stig og 4 stoðsendingar - Meðaltöl Martins í þessum sjö leikjum: Stig: 21,5 Stoðsendingar: 4,7 Skotnýting: 49% Þriggja stiga nýting: 44% (12 af 27) Vítanýting: 94% (33 af 35)
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira