Segja loforð svikin í Skálafelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2025 11:51 Úr brekkum Skálafells. JMG Hópurinn Opnum Skálafell kallar eftir því að stjórnvöld og hluteigandi aðilar standi við gerða samninga um uppbyggingu í Skálafelli. Skíðasvæðið í Skálafelli hefur verið lokað í allan vetur, annað árið í röð. Fulltrúar hópsins óttast að stjórnvöld séu að reyna hlaupa undan gerðum samningum. Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hópurinn hefur sent opið bréf á stjórn SSH, Samstarfsnefnd skíðasvæðanna og verkefnahóp um framkvæmdir á skíðasvæðunum þar sem þau krefjast að yfirvöld standi við samkomulag sem var undirritað árið 2018. Stjórnvöld reyni að humma sig frá málinu Árið 2018 undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samkomulag sem felur í sér að ráðist yrði í endurnýjun og uppsetningu á stólalyftum og búnaði til snjóframleiðslu á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli. Samkvæmt samkomulaginu ættu framkvæmdir í Skálafelli að vera langt komnar en þær eru ekki enn hafnar. Hópurinn vill minna á að ekki er búið að ráðstafa öllu því fé sem eyrnamerkt var uppbyggingu skíðasvæða árið 2018. Um er að ræða alls 5,1 milljarð króna samkvæmt upphaflegri áætlun. Nú þegar vel heppnuðum fyrsta áfanga uppbyggingar í Bláfjöllum sé lokið ætti að vera hægt koma uppbyggingu í Skálafelli af stað á skynsaman hátt. Fulltrúar hópsins Opnum Skálafell segja að skíðasvæðið í Skálafelli muni hafa jákvæð áhrif fyrir iðkendur og áhugafólk á stórhöfuðborgarsvæðinu. Hópurinn óttast að seinagangur yfirvalda verði til þess að framkvæmdir í Skálafelli detti endalega upp fyrir. Það væru vonbrigði fyrir unnendur vetraríþótta og lýðheilsumál á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mismunandi veðurskilyrði tryggi fleiri skíðadaga Brekkur Skálafells snúa í suður og búa við önnur veðurskilyrði en Bláfjöll. Þegar er vont veður í Bláfjöllum er oft gott veður í Skálafelli og öfugt. Ræðst það af landslaginu í kringum svæðin. Með opnun Skálafells verði hægt að tryggja fleiri skíðadaga á stórhöfuðborgarsvæðinu og eftirspurnin sé svo sannarlega til staðar. Ár hvert verja íbúar höfuðborgarsvæðisins umtalsverðum fjárhæðum í skíðaferðir erlendis og í vetrarfríum fyllast brekkur norðan heiða af skíða- og brettafólki af suðvesturhorninu. Úr Skálafelli.Vísir/Vilhelm Með fleiri skíðadögum verði einnig hægt að tryggja fleiri æfingadaga fyrir iðkendur og keppnisfólk á suðvesturhorninu. Skálafell bjóðia til að mynda upp á einu löglegu stórsvigsbrekkuna sunnan heiða. Bláfjöll yfirfull Skíðaáhugafólk sunnan heiða hefur lítið getað sótt í Bláfjöll undanfarnar vikur vegna veðurs. Á góðum dögum er skíðasvæðið þar oft yfirfullt af gestum. Hópurinn segir það skapa bæði vandamál hvað varði öryggis- og aðgengismál. Norðurleiðin (Öxlin) hafi verið varasöm í vetur vegna fólksfjölda og slæmra skilyrða. „Skálafell býður um margt upp á heppilegra aðgengi fyrir fjölskyldufólk þar sem brekkurnar byrja og enda á sama stað. Byrjendasvæðið er gott og aðgengilegt og eru brekkur í Skálafelli almennt bæði lengri og auðveldari en í Bláfjöllum. Skálafell er einnig fjölbreyttara svæði frá náttúrunnar hendi, margar tegundir af brekkum og ótal leiðir sem að dreifir úr gestum svæðisins,“ segir hópurinn en opið bréf þeirra má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Opnum_SkalafellPDF1.6MBSækja skjal
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira