Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 16:58 Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri heilsar Heiðu Björgu Hilmisdóttur augnablikum áður en Heiða var kjörin borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd. Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Aukafundur borgarstjórnar stendur yfir í ráðhúsinu þar sem greidd eru atkvæði um borgarstjóra, forseta borgarstjórnar og í ráð og nefndir borgarinnar. Fram kom á blaðamannafundi oddvita nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalistaflokksins að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði nýr borgarstjóri í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og sjá má á myndinni að ofan var fjöldi kennara á pöllum borgarstjórnarsalsins og sömuleiðis fyrir utan. Atkvæðagreiðsla gekk nokkuð greiðlega fyrir sig. Borgarfulltrúar nýs meirihluta greiddu atkvæði með nýjum borgarstjóra en fulltrúar í minnihlutanum skiluðu auðu. Líf Magneudóttir minnti á að nýr borgarstjóri ætti afmæli í dag. Heiða Björg er 54 ára í dag.Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson fráfarandi borgarstjóri þakkaði fyrir sig og sagði heiður að hafa fengið að stjórna borginni. Hann óskaði nýjum borgarstjóra og nýjum meirihluta góðs gengis. Heiða Björg, sem fagnar 54 ára afmæli í dag, sagðist mjög auðmjúk að fá að leiða samstarfið í borginni sem sé mótað af félagshyggju. Til standi að bæta lífsgæði íbúa og þar sé nýr meirihluti með háleitar hugmyndir. Nú verði breyttar áherslur en vonast eftir góðu samstarfi í borgarstjórn. Bros á hverju andliti á blaðamannafundi nýs meirihluta.Vísir/vilhelm Heiða Björg, sem er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði mjög leiðinlegt að kennaraverkfall skylli á þennan sama dag. Þá kölluðu kennarar á pöllunum inn í og Sanna Magdalena, nýr forseti borgarstjórnar, bað um hljóð á fundinum. Heiða Björg sagði að henni þætti ótrúlega sorglegt að deilan væri komin í þennan hnút. Ekkert launungarmál sé að hún hafi stutt innanhússtillögu sáttasemjara og ætli að skoða sín mál í framhaldinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Heiða Björg ekki á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi þar sem tillaga sáttasemjara var rædd.
Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024-25 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira