Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 13:34 Jose Mourinho er þjálfari Fenerbahce og næst á dagskrá er toppslagurinn í tyrknesku deildinni. Getty/Ahmad Mora Jose Mourinho er enginn aðdáandi dómara í tyrknesku deildinni eins og hann hefur margoft látið í ljós og nú er ljóst að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af slíkum dómara í stórleik helgarinnar. Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga. Tyrkneski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Isatanbul félögin Galatasaray og Fenerbahce mætast í toppslag deildarinnar á mánudagskvöldið og leikinn dæmir Slóveninn Slavko Vincic. Það var þó ekki aðeins Mourinho sem vildi fá erlendan dómara því tyrkneska knattspyrnusambandið fékk beiðni um slíkt frá báðum félögunum. Hinn 44 ára gamli Vincic er mjög reynslumikill dómari. Hann dæmir í slóvensku deildinni og hefur verið FIFA dómari síðan 2010. Vincic dæmdi einmitt úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í fyrravor sem var á milli Real Madrid og Borussia Dortmund. Mourinho kallaði eftir ákvörðuninni á blaðamannafundi á fimmtudaginn eða áður en dómari leiksins var tilkynntur. Hann hefur margoft kvartað yfir dómgæslunni á tímabilinu. „Þetta er mikilvægt upp á trúverðugleikann og fyrir ímynd leiksins. Ef toppdómari dæmir þennan leik og hann er toppdómari í Evrópu þá verð ég mjög ánægður með það. Ég elska að vinna eins og allir en fyrst og fremst vil ég sanngirni,“ sagði Mourinho en ESPN segir frá. „Stundum lítur það kannski ekki þannig út en það er sannleikurinn. Auðvitað vil ég vinna og auðvitað vill mótherjinn vinna líka. Vonandi verður þetta var stór og flottur fótboltaleikur,“ sagði Mourinho. Fenerbahce, lið Mourinho, er í öðru sæti í deildinni, sex stigum á eftir Galatasaray, sem er á heimavelli í leiknum mikilvæga.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira