Enski boltinn

Moyes: Greini­legt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Young skildi ekki af hverju hann fékk ekki vítaspyrnuna. Hér reynir hann að útskýra sitt mál fyrir dómurum leiksins.
Ashley Young skildi ekki af hverju hann fékk ekki vítaspyrnuna. Hér reynir hann að útskýra sitt mál fyrir dómurum leiksins. Getty/James Gill

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var mjög ósáttur með að liðið hans fékk ekki vítaspyrnuna sem dómarinn dæmdi í uppbótatíma í 2-2 jafnteflinu við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við áttum að vera komnir í 3-0 í leiknum sem hefði gert Manchester United mun erfiðara fyrir að koma til baka. Við áttum að gera betur á lokakaflanum en hlutirnir fóru að falla með United,“ sagði David Moyes.

Dómari leiksisn dæmdi víti en fór síðan í skjáinn og hætti við að dæma vítið. Hann horfði hins vegar ekki á sjónarhornið sem peysutogið sást vel.

„Þetta var greinilegt peysutog. Hann togaði í treyju Ashley Young. Ég var hissa á því að hann fór í skjáinn. Dómarinn tók sína ákvörðun. Hún var á móti okkur að okkar mati en ég er samt ánægður með mína leikmenn,“ sagði Moyes.

„Við erum að ná í stig í okkar leikjum og fyrir nokkrum leikjum þá vorum við í fallbaráttu. Við erum reyndar enn í þessari fallbaráttu að einhverju leyti en við verðum tryggja það að við losnum alveg þaðan. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Moyes.


Tengdar fréttir

Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli

Everton og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton virtist vera með sigurinn í höndunum þegar United lifnaði allt í einu við á síðustu tuttugu mínútunum. Síðustu tuttugu mínútur leiks og uppbótatíminn varð síðan að mikilli rússíbanaferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×