Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 08:38 Fólk má ekki skíra börnin sín Kjartann, en Kjartan er í lagi. Getty Mannanafnanefnd samþykkti síðastliðinn fimmtudag fimm ný eiginnöfn og féllst á nýjar föðurkenningar. Hins vegar hafnaði nefndin einu nafni, Kjartann. Eiginnöfnin sem voru samþykkt eru kvenmannsnöfnin Ingirún, Yrkja, Hannah og Ástý og karlmannsnafnið Stormar. Þá var fallist á föðurkenningarnar Evgeníusdóttir og Evgeníusson, sem og móðurkenninguna Agnesardóttir. Líkt og áður segir hafnaði mannanafnanefnd beiðni um karlmannsnafnið Kjartann. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að Kjartann sé ritháttarafbrigði rótgróna nafnsins Kjartan „eða eftir atvikum afbökun á því“. Því segir að rétt væri að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því. Í úrskurðinum er vísað til vinnureglna þar sem að segir: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands ber enginn nafnið Kjartann. Þó kemur nafnið fyrir í tveimur manntölum, annars vegar 1910 og hins vegar 1920. Þó segir að skilyrði reglnanna „um að hefð nafns, sem kemur fyrir í manntölum, hafi ekki rofnað, er ekki uppfyllt hér“. Þá virðist enginn hafa borið nafnið Kjartann í þjóðskrá, en þeir menn sem nefndir eru Kjartann í manntölum voru skráðir sem Kjartan í þjóðskrá. „Ekki getur talist hefð fyrir rithættinum og beiðninni hafnað,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Mannanöfn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Eiginnöfnin sem voru samþykkt eru kvenmannsnöfnin Ingirún, Yrkja, Hannah og Ástý og karlmannsnafnið Stormar. Þá var fallist á föðurkenningarnar Evgeníusdóttir og Evgeníusson, sem og móðurkenninguna Agnesardóttir. Líkt og áður segir hafnaði mannanafnanefnd beiðni um karlmannsnafnið Kjartann. Í úrskurði nefndarinnar er bent á að Kjartann sé ritháttarafbrigði rótgróna nafnsins Kjartan „eða eftir atvikum afbökun á því“. Því segir að rétt væri að samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því. Í úrskurðinum er vísað til vinnureglna þar sem að segir: Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands ber enginn nafnið Kjartann. Þó kemur nafnið fyrir í tveimur manntölum, annars vegar 1910 og hins vegar 1920. Þó segir að skilyrði reglnanna „um að hefð nafns, sem kemur fyrir í manntölum, hafi ekki rofnað, er ekki uppfyllt hér“. Þá virðist enginn hafa borið nafnið Kjartann í þjóðskrá, en þeir menn sem nefndir eru Kjartann í manntölum voru skráðir sem Kjartan í þjóðskrá. „Ekki getur talist hefð fyrir rithættinum og beiðninni hafnað,“ segir í úrskurði nefndarinnar.
Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða: Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum; Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri; Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri; Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr); Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár.
Mannanöfn Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira