Dómara refsað vegna samskipta við Messi Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 22:33 Lionel Messi er yfirleitt miðpunktur athyglinnar hvar sem hann fer. Vísir/Getty Mexíkanski dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava komst í fréttirnar í vikunni eftir samskipti sín við Lionel Messi eftir leik Inter Miami og Sporting Kansas City. Þetta hefur nú dregið dilk á eftir sér. Inter Miami vann 1-0 sigur á Sporting Kansas City í vikunni þar sem Lionel Messi var í liði Inter Miami og skoraði eina mark leiksins. Hann fékk hins vegar ansi óvenjulega beiðni frá dómara eftir leikinn. Dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava er sagður hafa beðið Messi um treyju sína eftir leik en treyja Messi er líklega sú eftirsóttasta af þeim öllum meðal leikmanna og áhugafólks um fótbolta. Ekki kom fram hvort Messi hafði orðið við ósk dómarans en hann fór að minnsta kosti ekki úr henni úti á velli enda sautján stiga frost í Kansas þar sem leikurinn fór fram. En þessi beiðni dómarans hefur dregið dilk á eftir sér. Ortiz Nava var kallaður á fund forráðamanna MLS-deildarinnar og þar er hann sagður hafa viðurkennt að beiðnin hafi verið mistök, beðist afsökunar og sætt sig við refsingu. Ekki kemur fram hver refsingin er. Í samtali Ortiz Nava og starfsmanna deildarinnar kom fram að hann hafi ekki beðið um treyjuna fyrir sig sjálfan heldur fyrir aðila í fjölskylduna sem glímir við fötlun. Þetta skipti þó engu máli og mat deildarinnar að hegðun dómarans hafi ekki verið samkvæmt reglum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar í MLS-deildinni komast í fréttirnar í tengslum við Lionel Messi. Í fyrra var dómari tekinn af leik Inter Miami með eins dags fyrirvara eftir að hafa mætt í hlaðvarpsþátt íklæddur treyju félagsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira
Inter Miami vann 1-0 sigur á Sporting Kansas City í vikunni þar sem Lionel Messi var í liði Inter Miami og skoraði eina mark leiksins. Hann fékk hins vegar ansi óvenjulega beiðni frá dómara eftir leikinn. Dómarinn Marco Antonio Ortiz Nava er sagður hafa beðið Messi um treyju sína eftir leik en treyja Messi er líklega sú eftirsóttasta af þeim öllum meðal leikmanna og áhugafólks um fótbolta. Ekki kom fram hvort Messi hafði orðið við ósk dómarans en hann fór að minnsta kosti ekki úr henni úti á velli enda sautján stiga frost í Kansas þar sem leikurinn fór fram. En þessi beiðni dómarans hefur dregið dilk á eftir sér. Ortiz Nava var kallaður á fund forráðamanna MLS-deildarinnar og þar er hann sagður hafa viðurkennt að beiðnin hafi verið mistök, beðist afsökunar og sætt sig við refsingu. Ekki kemur fram hver refsingin er. Í samtali Ortiz Nava og starfsmanna deildarinnar kom fram að hann hafi ekki beðið um treyjuna fyrir sig sjálfan heldur fyrir aðila í fjölskylduna sem glímir við fötlun. Þetta skipti þó engu máli og mat deildarinnar að hegðun dómarans hafi ekki verið samkvæmt reglum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar í MLS-deildinni komast í fréttirnar í tengslum við Lionel Messi. Í fyrra var dómari tekinn af leik Inter Miami með eins dags fyrirvara eftir að hafa mætt í hlaðvarpsþátt íklæddur treyju félagsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira